Sport

WBA bjargaði sér frá falli

Eftir æsilegan dag í ensku úrvalsdeildinni voru það nýliðarnir í West Bromwich Albion sem stóðu uppi sem "sigurvegarar" og náðu að bjarga sér frá falli. Norwich byrjaði daginn í hinu eftirsótta 17. sæti, Southampton tók við eftir fyrri hálfleik, þá Crystal Palace og að lokum West Brom þegar 8 mínútur voru eftir af leikjum dagsins. Þá skoraði Jonathan Fortune fyrir Charlton gegn Crystal Palace og jafnaði þar með leikinn. Þar með fluttist WBA upp fyrir Crystal Palace. Ekkert breyttist eftir það og leikmenn og stuðningsmenn WBA fögnuðu sem aldrei fyrr. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea gegn Newcastle og fiskaði víti í fyrri hálfleik. Hann fékk þó nokkur tækifæri til að gera út um leikinn án árangurs. Honum var skipt út af á 84. mínútu fyrir Oliveira Það verða Liverpool, Bolton og Middlesbrough sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða fyrir Englands hönd á næsta ári. Úrslit í leikjum dagsins: Tottenham - Blackburn 0 - 0 Southampton - Manchester U. 1 - 2 1-0 O'Shea, sjálfsmark (10.), 1-1 Fletcher (19.), 1-2 Van Nistelrooy (63.) Newcastle - Chelsea 1 - 1 1-0 Bramble (33.), 1-1 Lampard, víti (35.) Celestine Babayaro braut á Eið Smára innan eigin vítateigs og fékk gult spjald fyrir. Manchester City - Boro  1 - 1 0-1 Hasselbaink (23.), 1-1 Musampa (46.) Liverpool - Aston Villa 2 - 1 1-0 Cisse, víti (20.), 2-0 Cisse (27.),  2-1 Barry (67). Fulham - Norwich 6 - 0 1-0 McBride (10.), 2-0 Diop (35.), 3-0 Knight (54.), 4-0 Malbranque (72.), 5-0 McBride (86.), 6-0 Cole (90.) Charlton - C.Palace 2 - 2 1-0 Hughes (30.), 1-1 Freedman (58.), 1-2 Johnson, víti (71.), 2-2 Fortune (83.) Bolton - Everton 3 - 2 0-1 Cahill (9.), 1-1 Jaidi (53.), 2-1 Davies, 2-2 Carsley (63), 3-2 Giannakopoulos (66). Rautt: Bruno N'Gotty, Bolton (45.). West Bromwich - Portsmouth 2 - 0 1-0 Horsfield (58.),  2-0 Richardson (75.) Birmingham - Arsenal 2 - 1 1-0 Pandiani (80.), 1-1 Bergkamp (88.), 2-1 Heskey (90.) Lokastaðan í deildinni: 5. Liverpool 58 stig (+11) 6. Bolton 58 stig (+5) 7. Middlesbrough 55 stig (+7) 8. Manchester City 52 stig (+8) 9. Tottenham 52 stig (+6) 17. West Bromwich 34 stig (-25) 18. Crystal Palace 33 stig (-21) 19. Norwich 33 stig (-35) 20. Southampton 32 stig (-21)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×