Sport

Draumalið Vísis og Landsbankans

Vísir og Landsbankinn hafa sameinað krafta sína og bjóða upp á öflugt draumalið á visir.is í tengslum við Landsbankadeild karla í sumar.  Allir geta tekið þátt og mjög einfalt að stilla upp sínu draumaliði þ.e. með þeim leikmönnum sem eru líklegastir til afreka í hverjum leik í Landsbankadeildinni. Tvö stigahæstu liðin eftir 6. – 12. og 18. umferðir fá veglega vinninga, m.a. ferð fyrir tvo á leik á Englandi, PSP tölvu og gjafabréf frá Landsbankanum. Einnig er hægt að stilla upp hópleik og setja þannig upp lítið mót milli vina og félaga en sérstök verðlaun verða veitt besta hópnum hverju sinni. Þeir sem taka þátt frá upphafi eru líklegastir til að ná bestum árangri og því best að stilla upp sínu draumaliði strax á íþróttavef Vísis. Vísir verður með veglega umfjöllun um alla leiki Landsbankadeildarinnar, upplýsingar um gang mála verða færðar jafnóðum inn á Vísi, hægt verður að skoða liðsuppstillingu, skiptingar og fá upplýsingar um öll atvik í hverjum leik fyrir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×