Sport

Kröfur Þórarins illviðráðanlegar

Þórarinn Kristjánsson knattspyrnumaður sem var á mála hjá skoska félaginu Aberdeen í vetur hefur síðustu daga átt í viðræðum við Keflavík, Val og Þrótt. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 og Sýnar eru launakröfur Þórarins illviðráðanlegar. Keflvíkingar og Valsmenn eiga ekki þá peninga til sem leikmaðurinn vill fá fyrir að leika í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á komandi sumri. Forráðamenn Þóttar sögðu í morgun að félagið væri ekki með fullar hendur fjár og hjá Þrótti væri ráðdeild ríkjandi. Íþróttadeildin hefur heimildir fyrir því að verðmiðinn á Þórarni sé 500 þúsund krónur á mánuði en einn af forystumönnum félaganna þriggja sagði í samtali við íþróttadeildina í morgun að upphæðin væri glórulaus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×