Sport

Guðni gefur Everton álit

Guðni Bergsson er mikils metinn í Englandi sem álitsgjafi á fótboltanum og hefur nokkrum sinnum farið ytra til lýsinga á leikjum í sjónvarpi þar í landi. Í dag birtist ítarlegt viðtal við Guðna á heimasíðu Everton þar sem hann er inntur skoðunar á liðinu sem á dögunum tryggði sér rétt til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Guðni segist yfir sig ánægður fyrir hönd vinar síns, Alan Stubbs, leikmanns Everton en saman léku þeir í hjarta varnarinnar hjá Bolton fyrstu 18 mánuði Guðna hjá Bolton. Hann varar stuðningsmenn Everton þó við reynsluleysi liðsins í Evrópukeppni en segir liðsheildina vera vel skipulagða. "Ég vona svo sannarlega að Everton komist í gegnum útsláttarkeppnina og alla leið í riðlakeppnina. Liðið hefur á að skipa góðri liðsheild sem ætti að vera tilbúin fyrir Evrópu." sagði Guðni m.a. en gantaðist reyndar með að hann hefði vonast til að Everton fataðist flugið á lokasprettinum. "Auðvitað vonaðist ég sem stuðningsmaður Bolton að Everton klikkaði, rétt eins og ég vona að Liverpool klikki á sunnudag." sagði Guðni í glensgírnum við fréttaritara evertonfc.com í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×