Sport

Ætla að lögsækja Guðjón

Keflvíkingar ætla að lögsækja Guðjón Þórðarson sem rifti í dag samningi sínum við knattspyrnudeild félagsins. Ástæðan sem hann gaf upp eru vanefndir á samningi en rætt verður við Guðjón í Íslandi í dag á Stöð 2 eftir skamma stund eða að loknum kvöldfréttum rétt fyrir kl. 19:00. "Þessi yfirlýsing Guðjóns er fráleit, hann getur ekki sagt upp samningnum. Samningurinn er skotheldur og þetta mál fer sína leið." sagði Rúnar á vef Víkurfrétta. Rúnari virtist að sögn Guðjón hafa verið áhugalaus upp á síðkastið en síst átt von á þessu. "Við látum þetta ekki á okkur fá og reynum að undirbúa okkur eftir fremsta megni fyrir komandi sumar." sagði Rúnar en Kristján Guðmundsson, aðstoðarþjálfari mun stýra liðinu þar til nýr þjálfari verður ráðinn. Guðjón sér ástæðu til að taka fram í fréttatilkynningu á Víkufréttum í dag honum hafi ekki borist tilboð frá erlendu félagi en það hefur verið kunnur draumur hjá honum. "Ég hef ekki fengið tilboð frá liðum erlendis. Ég var hins vegar með tilboð erlendis frá áður en ég gekk til liðs við Keflavík, en kaus frekar að koma hingað heim. Ég harma að það hafi þurft að frara svona, en ítreka óskir mínar um allt hið besta til Keflvíkinga."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×