Fleiri fréttir

Birgir Leifur á einu undir pari

Íslandsmeistarinn í höggleik og holukeppni í karlaflokki í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, hóf í morgun leik á Áskorendamótaröðinni á Spáni. Að loknum níu holum var Birgir Leifur á einu höggi undir pari og var í 2.-9. sæti en franskur kylfingur er efstur á þremur höggum undir pari.

Mourinho ánægður með sína menn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með leik sinna manna í gær þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Liverpool á Stamford Bridge. Mourinho segir að pressan verði á Liverpool á Anifeld, enda þurfi þeir að vinna. Chelsea dugi jafntefli ef skorað verður í leiknum.

Chicago 2 - Washington 0

Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu.

Lyfjamisnotendur lögsækja

Íþróttamenn í fyrrum Austur-Þýskalandi, sem voru fórnarlömb skipulagðrar lyfjamisnotkunar, ætla að lögsækja lyfjafyrirtækið Jenapharm sem framleiddi steralyf fyrir austurþýska ríkið. Prófmál verður höfðað í sumar þar sem farið verður fram á 3,2 milljónir evra í skaðabætur, eða 260 milljónir króna.

Juventus ekki svipt titlunum

Juventus verður ekki svipt titlunum sem liðið vann á síðasta áratug, þrátt fyrir að læknir liðsins hafi verið fundinn sekur um að láta leikmenn nota lyfjavítamínskammta. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs íþróttadómstóls.

Kveðjulandsleikur Romario

Brasilíska knattspyrnugoðið Romario lék kveðjulandsleik sinn með Brasilíu í gær gegn Guatemala. Brasilía vann 3-0 og skoraði Romario fyrsta mark leiksins eftir 16 mínútna leik.

Snorri og Einar með 19 mörk

Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson fóru á kostum og skoruðu samtals 19 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði reyndar fyrir Hamborg, 31-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Snorri skoraði tíu mörk og Einar níu.

Dyer frá næstu vikurnar

Kieron Dyer, miðjumaður Newcastle, meiddist í hnébótarsin gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og verður frá næstu vikurnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli.

Maradona hefur grennst um 33 kíló

Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona, sem fór í magaaðgerð fyrir 50 dögum, hefur grennst um 33 kíló. Þetta segir læknir Maradona í viðtali við argentíska útvarpsstöð.

Kezman orðaður við PSV

Guus Hiddink, knattspyrnustjóri PSV Eindhoven í Hollandi, segir ekki loku fyrir það skotið að liðið reyni að endurheimta framherjann Mateja Kezman frá Chelsea í sumar.

Jón Arnór Evrópumeistari

Jón Arnór Stefánsson varð nú rétt í þessu Evrópumeistari í körfuknattleik með liði sínu Dynamo St. Petersburg, þegar þeir lögðu BC Kiev í úrslitaleik í Istanbul.

Henry ekki með í bikarúrslitunum?

Framkvæmdastjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur miklar áhyggjur af því hvort Thierry Henry, muni geta spilað úrslitaleikinn gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni, en franski sóknarmaðurinn meiddist fyrr í mánuðinum. Henry verður ekki með gegn WBA á mánudaginn og Wenger segir hann tæpan fyrir úrslitaleikinn 21. maí.

Cech ánægður með jafnteflið

Markvörður Chelsea, Tékkinn Petr Cech, var hæst ánægður með markalausa jafnteflið gegn Liverpool í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Figo til Liverpool?

Luis Figo gæti verið á leið í enska boltann og þá til Liverpool, en heimasíðan ynwa.tv, sem er stuðningsmannasíða Liverpool, fullyrðir að viðræður séu vel á veg komnar. Stuðningsmannasíðan þessi hefur í gegnum árin þótt mjög ábyggileg og hefur ekki sett svona fréttir inn nema einhver fótur sé fyrir þeim.

Skagamenn í undanúrslitin

Skagamenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum Deildabikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld með sanngjörnum sigri á Keflavík 2-1. Leikið var á aðalvellinum á Akranesi, en hann hefur komið einstaklega vel undan vetri og greinilegt að vallarstarfsmenn uppá Skipaskaga kunna sitt fag.

Haukastúlkur Íslandsmeistarar

Haukar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna með 26-23 sigri á ÍBV nú í kvöld, og 3-0 samtals úr einvíginu. Eyjastúlkur höfðu titil að verja en áttu ekkert svar við sterkum leik Haukastúlkna.

Hjörvar hetja Blika

Hjörvar Hafliðason var hetja Breiðabliks er liðið sigraði FH eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum Deildabikarsins. Hjörvar gerði sér lítið fyrir og varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppninni sem Blikar unnu 4-2, og 7-5 samanlagt.

Allir á förum frá ÍR?

Það bendir allt til þess að ÍR muni tefla fram mikið breyttu liði á næstu leiktíð enda eru leikmenn félagsins mjög eftirsóttir.

Úrslit í Uefa keppninni í kvöld

Í kvöld voru spilaðir fyrri leikirnir í undanúrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu. Annarsvegar mættust Parma og CSKA Moskva á Ítalíu og hinsvegar Sporting Lisbon og AZ Alkmaar í Portúgal.

Guðni er kóngurinn í Bolton

Eins og kannski einhverjir vita ganga tveir íslenskir knattspyrnumenn á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgarden, þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen. Það sem færri vita er að í liðinu er einnig að finna fallna stjörnu sem allir sannir knattspyrnuáhugamann ættu að þekkja afar vel, vængmanninn Ibrahim Ba, fyrrum leikmanns Frakklands og AC Milan.

Jón Arnór Evrópumeistari

Jón Arnór Stefánsson varð í gær fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna til að verða evrópumeistari þegar hann ásamt félögum sínum í rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg unnu úkraínska liðið BC Kyiv í úrsltaleik Evrópudeildar FIBA, 85-74.

Haukakonur meistarar í 7. sinn

Haukakonur eru Íslandsmeistarar í handbolta kvenna í sjöunda sinn frá upphafi eftir 26-23 sigur á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu titilinn í þriðja sinn á síðustu fimm árum.

Kjartan biðst afsökunar

Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur.

Heimir hafnaði KA

Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir handknattleiksdeild KA að finna nýjan þjálfara í stað Jóhannesar Bjarnasonar sem sagði starfinu lausu þegar KA lauk keppni á Íslandsmótinu í ár.

Miami 2 - New Jersey 0

Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær.

Seattle 2 - Sacramento 0

Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt.

Detroit 2 - Philadelphia 0

Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik.

Shevchenko ætlar í úrslitin

Andriy Shevchenko, framherji AC Milan, sem skoraði fyrra mark sinna manna í gær í 2-0 sigri á PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar, segir Milan vera komið með gott veganesti í úrslitaleikinn.

Eiður líklega í byrjunarliðinu

Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í kvöld líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho segir lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki leikinn í kvöld.

Benitez segir miðjuna lykilinn

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir miðjumenn sína Steven Gerrard og Xabi Alonso vera lykilinn að því að sigra Chelsea í meistaradeildinni í kvöld.

Egóið mitt stærra en nokkru sinni

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að egó sitt sé stærra en nokkru sinni fyrr og hefur engar áhyggjur af viðureigninni við Liverpool í meistaradeildinni í kvöld.

Mikill straumur erlendra leikmanna

Eins og greint var frá í íþróttafréttum á Stöð 2 í gærkvöldi hafa Fylkismenn komist að samkomulagi við argentíska stórliðið Indipendiente um að fá tvo leikmenn lánaða frá liðinu. Flest liðin í Landsbankadeildinni eru að styrkja sig á lokasprettinum og útlendir leikmenn streyma til landsins.

Hannes átti að fá 2 ára bann

Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Víking í Noregi, á skilið að fá tveggja ára keppnisbann fyrir að gefa Frode Kippe, varnarmanni Lilleström, viljandi olnbogaskot um helgina. Þetta segir Bård Bogersen, varnarmaður Start, eftir að horft á atvikið í norsku sjónvarpi.

Jackson fundar með Bryant

Samkvæmt nýjustu fregnum frá Bandaríkjunum gætu unnendur körfuboltans átt von á að sjá Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara allra tíma, leggja leið sína á ný í NBA-körfuboltann.

Unnusta Ronaldo missti fóstur

Ronaldo og unnusta hans, Daniella Cicarella, urðu fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar Cicarelli var flutt í skyndi á sjúkrahús í Sao Paolo í Brasilíu þar sem í ljós kom að hún hafði misst fóstur.

Beckham kærir barnapíu

Abbie Gibson, fyrrum barnfóstra David og Victoriu Beckham, á yfir höfði sér málsókn vegna ummæla í viðtali við breskt slúðurblað.

Faðir skaut þjálfara

Fótboltaþjálfari nokkur við gagnfræðaskóla í Tyler í Texas í Bandaríkjunum, fékk að kenna á því á dögunum þegar faðir eins leikmanns liðsins gerði sér lítið fyrir og skaut hann í kviðinn.

Denver heimtar virðingu

Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio.

Hannes Jón til Danmerkur?

ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er með tveggja ára samningstilboð á borðinu frá danska úrvalsdeildarliðinu Ajax í Kaupmannahöfn en félagið vann sig upp í úrvalsdeildina. Hannes Jón sagði við íþróttadeildina að væntanlega yrði gengið frá samningnum á næstu dögum.

Olga frá út tímabilið?

Markadrottningin Olga Færseth, leikmaður knattspyrnuliðs ÍBV, meiddist illa á hné í æfingaleik og verður frá í nokkrar vikur. Hún missir því af fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna. Í versta falli eru liðbönd slitin og þá mun Olga ekkert spila með ÍBV í sumar sem er gríðarlegt áfall fyrir bikarmeistarana.

Snorri í liði vikunnar

Handknattleiksmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Grosswallstad, var valinn í lið vikunnar í þýsku úrvalsdeildinni af blaðinu <em>Handwall Woche</em>. Þetta er í annað skiptið sem Snorri Steinn er í liði vikunnar í vetur en hann hefur leikið mjög vel í síðari umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 102 mörk í vetur.

Dynamo í úrslit FIBA Europe

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg báru sigurorð af BC Khimki í undanúrslitum FIBA Europe keppninnar í Istanbúl í Tyrklandi í dag.

KR og Þróttur áfram

KR og Þróttur tryggðu sér sæti í undanúrslitum deildarbikarkeppni KSÍ í gær. KR sigraði ÍBV, 2-0. Bjarnólfur Lárusson og Grétar Hjartarson skoruðu mörk KR-inga.

Gautaborg sigraði Hammarby

Gautaborg sigraði Hammarby, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hjálmar Jónsson var í liði Gautaborgar og Pétur Hafliði Marteinsson í liði Hammarby. Gautaborg er í 4. sæti með sex stig eftir þrjá leiki en Hammarby í 9. sæti með fjögur stig.

Marion verður líklega með í kvöld

Hinn kraftmikli framherji Phoenix Suns, Shawn Marion, mun að öllum líkindum leika með liði sínu í kvöld þegar Suns taka á móti Memphis Grizzlies í öðrum leik liðanna í kvöld. Marion tognaði á hendi í fyrsta leiknum þegar honum var skellt í gólfið, en segist vonast til að verða með í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir