Fleiri fréttir Birgir Leifur á einu undir pari Íslandsmeistarinn í höggleik og holukeppni í karlaflokki í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, hóf í morgun leik á Áskorendamótaröðinni á Spáni. Að loknum níu holum var Birgir Leifur á einu höggi undir pari og var í 2.-9. sæti en franskur kylfingur er efstur á þremur höggum undir pari. 28.4.2005 00:01 Mourinho ánægður með sína menn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með leik sinna manna í gær þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Liverpool á Stamford Bridge. Mourinho segir að pressan verði á Liverpool á Anifeld, enda þurfi þeir að vinna. Chelsea dugi jafntefli ef skorað verður í leiknum. 28.4.2005 00:01 Chicago 2 - Washington 0 Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. 28.4.2005 00:01 Lyfjamisnotendur lögsækja Íþróttamenn í fyrrum Austur-Þýskalandi, sem voru fórnarlömb skipulagðrar lyfjamisnotkunar, ætla að lögsækja lyfjafyrirtækið Jenapharm sem framleiddi steralyf fyrir austurþýska ríkið. Prófmál verður höfðað í sumar þar sem farið verður fram á 3,2 milljónir evra í skaðabætur, eða 260 milljónir króna. 28.4.2005 00:01 Juventus ekki svipt titlunum Juventus verður ekki svipt titlunum sem liðið vann á síðasta áratug, þrátt fyrir að læknir liðsins hafi verið fundinn sekur um að láta leikmenn nota lyfjavítamínskammta. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs íþróttadómstóls. 28.4.2005 00:01 Kveðjulandsleikur Romario Brasilíska knattspyrnugoðið Romario lék kveðjulandsleik sinn með Brasilíu í gær gegn Guatemala. Brasilía vann 3-0 og skoraði Romario fyrsta mark leiksins eftir 16 mínútna leik. 28.4.2005 00:01 Snorri og Einar með 19 mörk Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson fóru á kostum og skoruðu samtals 19 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði reyndar fyrir Hamborg, 31-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Snorri skoraði tíu mörk og Einar níu. 28.4.2005 00:01 Dyer frá næstu vikurnar Kieron Dyer, miðjumaður Newcastle, meiddist í hnébótarsin gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og verður frá næstu vikurnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli. 28.4.2005 00:01 Maradona hefur grennst um 33 kíló Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona, sem fór í magaaðgerð fyrir 50 dögum, hefur grennst um 33 kíló. Þetta segir læknir Maradona í viðtali við argentíska útvarpsstöð. 28.4.2005 00:01 Kezman orðaður við PSV Guus Hiddink, knattspyrnustjóri PSV Eindhoven í Hollandi, segir ekki loku fyrir það skotið að liðið reyni að endurheimta framherjann Mateja Kezman frá Chelsea í sumar. 28.4.2005 00:01 Jón Arnór Evrópumeistari Jón Arnór Stefánsson varð nú rétt í þessu Evrópumeistari í körfuknattleik með liði sínu Dynamo St. Petersburg, þegar þeir lögðu BC Kiev í úrslitaleik í Istanbul. 28.4.2005 00:01 Henry ekki með í bikarúrslitunum? Framkvæmdastjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur miklar áhyggjur af því hvort Thierry Henry, muni geta spilað úrslitaleikinn gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni, en franski sóknarmaðurinn meiddist fyrr í mánuðinum. Henry verður ekki með gegn WBA á mánudaginn og Wenger segir hann tæpan fyrir úrslitaleikinn 21. maí. 28.4.2005 00:01 Cech ánægður með jafnteflið Markvörður Chelsea, Tékkinn Petr Cech, var hæst ánægður með markalausa jafnteflið gegn Liverpool í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. 28.4.2005 00:01 Figo til Liverpool? Luis Figo gæti verið á leið í enska boltann og þá til Liverpool, en heimasíðan ynwa.tv, sem er stuðningsmannasíða Liverpool, fullyrðir að viðræður séu vel á veg komnar. Stuðningsmannasíðan þessi hefur í gegnum árin þótt mjög ábyggileg og hefur ekki sett svona fréttir inn nema einhver fótur sé fyrir þeim. 28.4.2005 00:01 Skagamenn í undanúrslitin Skagamenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum Deildabikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld með sanngjörnum sigri á Keflavík 2-1. Leikið var á aðalvellinum á Akranesi, en hann hefur komið einstaklega vel undan vetri og greinilegt að vallarstarfsmenn uppá Skipaskaga kunna sitt fag. 28.4.2005 00:01 Haukastúlkur Íslandsmeistarar Haukar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna með 26-23 sigri á ÍBV nú í kvöld, og 3-0 samtals úr einvíginu. Eyjastúlkur höfðu titil að verja en áttu ekkert svar við sterkum leik Haukastúlkna. 28.4.2005 00:01 Hjörvar hetja Blika Hjörvar Hafliðason var hetja Breiðabliks er liðið sigraði FH eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum Deildabikarsins. Hjörvar gerði sér lítið fyrir og varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppninni sem Blikar unnu 4-2, og 7-5 samanlagt. 28.4.2005 00:01 Allir á förum frá ÍR? Það bendir allt til þess að ÍR muni tefla fram mikið breyttu liði á næstu leiktíð enda eru leikmenn félagsins mjög eftirsóttir. 28.4.2005 00:01 Úrslit í Uefa keppninni í kvöld Í kvöld voru spilaðir fyrri leikirnir í undanúrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu. Annarsvegar mættust Parma og CSKA Moskva á Ítalíu og hinsvegar Sporting Lisbon og AZ Alkmaar í Portúgal. 28.4.2005 00:01 Guðni er kóngurinn í Bolton Eins og kannski einhverjir vita ganga tveir íslenskir knattspyrnumenn á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgarden, þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen. Það sem færri vita er að í liðinu er einnig að finna fallna stjörnu sem allir sannir knattspyrnuáhugamann ættu að þekkja afar vel, vængmanninn Ibrahim Ba, fyrrum leikmanns Frakklands og AC Milan. 28.4.2005 00:01 Jón Arnór Evrópumeistari Jón Arnór Stefánsson varð í gær fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna til að verða evrópumeistari þegar hann ásamt félögum sínum í rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg unnu úkraínska liðið BC Kyiv í úrsltaleik Evrópudeildar FIBA, 85-74. 28.4.2005 00:01 Haukakonur meistarar í 7. sinn Haukakonur eru Íslandsmeistarar í handbolta kvenna í sjöunda sinn frá upphafi eftir 26-23 sigur á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu titilinn í þriðja sinn á síðustu fimm árum. 28.4.2005 00:01 Kjartan biðst afsökunar Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. 28.4.2005 00:01 Heimir hafnaði KA Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir handknattleiksdeild KA að finna nýjan þjálfara í stað Jóhannesar Bjarnasonar sem sagði starfinu lausu þegar KA lauk keppni á Íslandsmótinu í ár. 28.4.2005 00:01 Miami 2 - New Jersey 0 Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. 27.4.2005 00:01 Seattle 2 - Sacramento 0 Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. 27.4.2005 00:01 Detroit 2 - Philadelphia 0 Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. 27.4.2005 00:01 Shevchenko ætlar í úrslitin Andriy Shevchenko, framherji AC Milan, sem skoraði fyrra mark sinna manna í gær í 2-0 sigri á PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar, segir Milan vera komið með gott veganesti í úrslitaleikinn. 27.4.2005 00:01 Eiður líklega í byrjunarliðinu Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í kvöld líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho segir lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki leikinn í kvöld. 27.4.2005 00:01 Benitez segir miðjuna lykilinn Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir miðjumenn sína Steven Gerrard og Xabi Alonso vera lykilinn að því að sigra Chelsea í meistaradeildinni í kvöld. 27.4.2005 00:01 Egóið mitt stærra en nokkru sinni Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að egó sitt sé stærra en nokkru sinni fyrr og hefur engar áhyggjur af viðureigninni við Liverpool í meistaradeildinni í kvöld. 27.4.2005 00:01 Mikill straumur erlendra leikmanna Eins og greint var frá í íþróttafréttum á Stöð 2 í gærkvöldi hafa Fylkismenn komist að samkomulagi við argentíska stórliðið Indipendiente um að fá tvo leikmenn lánaða frá liðinu. Flest liðin í Landsbankadeildinni eru að styrkja sig á lokasprettinum og útlendir leikmenn streyma til landsins. 27.4.2005 00:01 Hannes átti að fá 2 ára bann Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Víking í Noregi, á skilið að fá tveggja ára keppnisbann fyrir að gefa Frode Kippe, varnarmanni Lilleström, viljandi olnbogaskot um helgina. Þetta segir Bård Bogersen, varnarmaður Start, eftir að horft á atvikið í norsku sjónvarpi. 27.4.2005 00:01 Jackson fundar með Bryant Samkvæmt nýjustu fregnum frá Bandaríkjunum gætu unnendur körfuboltans átt von á að sjá Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara allra tíma, leggja leið sína á ný í NBA-körfuboltann. 27.4.2005 00:01 Unnusta Ronaldo missti fóstur Ronaldo og unnusta hans, Daniella Cicarella, urðu fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar Cicarelli var flutt í skyndi á sjúkrahús í Sao Paolo í Brasilíu þar sem í ljós kom að hún hafði misst fóstur. 27.4.2005 00:01 Beckham kærir barnapíu Abbie Gibson, fyrrum barnfóstra David og Victoriu Beckham, á yfir höfði sér málsókn vegna ummæla í viðtali við breskt slúðurblað. 27.4.2005 00:01 Faðir skaut þjálfara Fótboltaþjálfari nokkur við gagnfræðaskóla í Tyler í Texas í Bandaríkjunum, fékk að kenna á því á dögunum þegar faðir eins leikmanns liðsins gerði sér lítið fyrir og skaut hann í kviðinn. 27.4.2005 00:01 Denver heimtar virðingu Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. 27.4.2005 00:01 Hannes Jón til Danmerkur? ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er með tveggja ára samningstilboð á borðinu frá danska úrvalsdeildarliðinu Ajax í Kaupmannahöfn en félagið vann sig upp í úrvalsdeildina. Hannes Jón sagði við íþróttadeildina að væntanlega yrði gengið frá samningnum á næstu dögum. 27.4.2005 00:01 Olga frá út tímabilið? Markadrottningin Olga Færseth, leikmaður knattspyrnuliðs ÍBV, meiddist illa á hné í æfingaleik og verður frá í nokkrar vikur. Hún missir því af fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna. Í versta falli eru liðbönd slitin og þá mun Olga ekkert spila með ÍBV í sumar sem er gríðarlegt áfall fyrir bikarmeistarana. 27.4.2005 00:01 Snorri í liði vikunnar Handknattleiksmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Grosswallstad, var valinn í lið vikunnar í þýsku úrvalsdeildinni af blaðinu <em>Handwall Woche</em>. Þetta er í annað skiptið sem Snorri Steinn er í liði vikunnar í vetur en hann hefur leikið mjög vel í síðari umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 102 mörk í vetur. 27.4.2005 00:01 Dynamo í úrslit FIBA Europe Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg báru sigurorð af BC Khimki í undanúrslitum FIBA Europe keppninnar í Istanbúl í Tyrklandi í dag. 27.4.2005 00:01 KR og Þróttur áfram KR og Þróttur tryggðu sér sæti í undanúrslitum deildarbikarkeppni KSÍ í gær. KR sigraði ÍBV, 2-0. Bjarnólfur Lárusson og Grétar Hjartarson skoruðu mörk KR-inga. 27.4.2005 00:01 Gautaborg sigraði Hammarby Gautaborg sigraði Hammarby, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hjálmar Jónsson var í liði Gautaborgar og Pétur Hafliði Marteinsson í liði Hammarby. Gautaborg er í 4. sæti með sex stig eftir þrjá leiki en Hammarby í 9. sæti með fjögur stig. 27.4.2005 00:01 Marion verður líklega með í kvöld Hinn kraftmikli framherji Phoenix Suns, Shawn Marion, mun að öllum líkindum leika með liði sínu í kvöld þegar Suns taka á móti Memphis Grizzlies í öðrum leik liðanna í kvöld. Marion tognaði á hendi í fyrsta leiknum þegar honum var skellt í gólfið, en segist vonast til að verða með í kvöld. 27.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Birgir Leifur á einu undir pari Íslandsmeistarinn í höggleik og holukeppni í karlaflokki í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, hóf í morgun leik á Áskorendamótaröðinni á Spáni. Að loknum níu holum var Birgir Leifur á einu höggi undir pari og var í 2.-9. sæti en franskur kylfingur er efstur á þremur höggum undir pari. 28.4.2005 00:01
Mourinho ánægður með sína menn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með leik sinna manna í gær þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Liverpool á Stamford Bridge. Mourinho segir að pressan verði á Liverpool á Anifeld, enda þurfi þeir að vinna. Chelsea dugi jafntefli ef skorað verður í leiknum. 28.4.2005 00:01
Chicago 2 - Washington 0 Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. 28.4.2005 00:01
Lyfjamisnotendur lögsækja Íþróttamenn í fyrrum Austur-Þýskalandi, sem voru fórnarlömb skipulagðrar lyfjamisnotkunar, ætla að lögsækja lyfjafyrirtækið Jenapharm sem framleiddi steralyf fyrir austurþýska ríkið. Prófmál verður höfðað í sumar þar sem farið verður fram á 3,2 milljónir evra í skaðabætur, eða 260 milljónir króna. 28.4.2005 00:01
Juventus ekki svipt titlunum Juventus verður ekki svipt titlunum sem liðið vann á síðasta áratug, þrátt fyrir að læknir liðsins hafi verið fundinn sekur um að láta leikmenn nota lyfjavítamínskammta. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs íþróttadómstóls. 28.4.2005 00:01
Kveðjulandsleikur Romario Brasilíska knattspyrnugoðið Romario lék kveðjulandsleik sinn með Brasilíu í gær gegn Guatemala. Brasilía vann 3-0 og skoraði Romario fyrsta mark leiksins eftir 16 mínútna leik. 28.4.2005 00:01
Snorri og Einar með 19 mörk Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson fóru á kostum og skoruðu samtals 19 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði reyndar fyrir Hamborg, 31-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Snorri skoraði tíu mörk og Einar níu. 28.4.2005 00:01
Dyer frá næstu vikurnar Kieron Dyer, miðjumaður Newcastle, meiddist í hnébótarsin gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og verður frá næstu vikurnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli. 28.4.2005 00:01
Maradona hefur grennst um 33 kíló Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona, sem fór í magaaðgerð fyrir 50 dögum, hefur grennst um 33 kíló. Þetta segir læknir Maradona í viðtali við argentíska útvarpsstöð. 28.4.2005 00:01
Kezman orðaður við PSV Guus Hiddink, knattspyrnustjóri PSV Eindhoven í Hollandi, segir ekki loku fyrir það skotið að liðið reyni að endurheimta framherjann Mateja Kezman frá Chelsea í sumar. 28.4.2005 00:01
Jón Arnór Evrópumeistari Jón Arnór Stefánsson varð nú rétt í þessu Evrópumeistari í körfuknattleik með liði sínu Dynamo St. Petersburg, þegar þeir lögðu BC Kiev í úrslitaleik í Istanbul. 28.4.2005 00:01
Henry ekki með í bikarúrslitunum? Framkvæmdastjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur miklar áhyggjur af því hvort Thierry Henry, muni geta spilað úrslitaleikinn gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni, en franski sóknarmaðurinn meiddist fyrr í mánuðinum. Henry verður ekki með gegn WBA á mánudaginn og Wenger segir hann tæpan fyrir úrslitaleikinn 21. maí. 28.4.2005 00:01
Cech ánægður með jafnteflið Markvörður Chelsea, Tékkinn Petr Cech, var hæst ánægður með markalausa jafnteflið gegn Liverpool í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. 28.4.2005 00:01
Figo til Liverpool? Luis Figo gæti verið á leið í enska boltann og þá til Liverpool, en heimasíðan ynwa.tv, sem er stuðningsmannasíða Liverpool, fullyrðir að viðræður séu vel á veg komnar. Stuðningsmannasíðan þessi hefur í gegnum árin þótt mjög ábyggileg og hefur ekki sett svona fréttir inn nema einhver fótur sé fyrir þeim. 28.4.2005 00:01
Skagamenn í undanúrslitin Skagamenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum Deildabikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld með sanngjörnum sigri á Keflavík 2-1. Leikið var á aðalvellinum á Akranesi, en hann hefur komið einstaklega vel undan vetri og greinilegt að vallarstarfsmenn uppá Skipaskaga kunna sitt fag. 28.4.2005 00:01
Haukastúlkur Íslandsmeistarar Haukar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna með 26-23 sigri á ÍBV nú í kvöld, og 3-0 samtals úr einvíginu. Eyjastúlkur höfðu titil að verja en áttu ekkert svar við sterkum leik Haukastúlkna. 28.4.2005 00:01
Hjörvar hetja Blika Hjörvar Hafliðason var hetja Breiðabliks er liðið sigraði FH eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum Deildabikarsins. Hjörvar gerði sér lítið fyrir og varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppninni sem Blikar unnu 4-2, og 7-5 samanlagt. 28.4.2005 00:01
Allir á förum frá ÍR? Það bendir allt til þess að ÍR muni tefla fram mikið breyttu liði á næstu leiktíð enda eru leikmenn félagsins mjög eftirsóttir. 28.4.2005 00:01
Úrslit í Uefa keppninni í kvöld Í kvöld voru spilaðir fyrri leikirnir í undanúrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu. Annarsvegar mættust Parma og CSKA Moskva á Ítalíu og hinsvegar Sporting Lisbon og AZ Alkmaar í Portúgal. 28.4.2005 00:01
Guðni er kóngurinn í Bolton Eins og kannski einhverjir vita ganga tveir íslenskir knattspyrnumenn á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgarden, þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen. Það sem færri vita er að í liðinu er einnig að finna fallna stjörnu sem allir sannir knattspyrnuáhugamann ættu að þekkja afar vel, vængmanninn Ibrahim Ba, fyrrum leikmanns Frakklands og AC Milan. 28.4.2005 00:01
Jón Arnór Evrópumeistari Jón Arnór Stefánsson varð í gær fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna til að verða evrópumeistari þegar hann ásamt félögum sínum í rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg unnu úkraínska liðið BC Kyiv í úrsltaleik Evrópudeildar FIBA, 85-74. 28.4.2005 00:01
Haukakonur meistarar í 7. sinn Haukakonur eru Íslandsmeistarar í handbolta kvenna í sjöunda sinn frá upphafi eftir 26-23 sigur á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu titilinn í þriðja sinn á síðustu fimm árum. 28.4.2005 00:01
Kjartan biðst afsökunar Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. 28.4.2005 00:01
Heimir hafnaði KA Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir handknattleiksdeild KA að finna nýjan þjálfara í stað Jóhannesar Bjarnasonar sem sagði starfinu lausu þegar KA lauk keppni á Íslandsmótinu í ár. 28.4.2005 00:01
Miami 2 - New Jersey 0 Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. 27.4.2005 00:01
Seattle 2 - Sacramento 0 Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. 27.4.2005 00:01
Detroit 2 - Philadelphia 0 Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. 27.4.2005 00:01
Shevchenko ætlar í úrslitin Andriy Shevchenko, framherji AC Milan, sem skoraði fyrra mark sinna manna í gær í 2-0 sigri á PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar, segir Milan vera komið með gott veganesti í úrslitaleikinn. 27.4.2005 00:01
Eiður líklega í byrjunarliðinu Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í kvöld líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho segir lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki leikinn í kvöld. 27.4.2005 00:01
Benitez segir miðjuna lykilinn Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir miðjumenn sína Steven Gerrard og Xabi Alonso vera lykilinn að því að sigra Chelsea í meistaradeildinni í kvöld. 27.4.2005 00:01
Egóið mitt stærra en nokkru sinni Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að egó sitt sé stærra en nokkru sinni fyrr og hefur engar áhyggjur af viðureigninni við Liverpool í meistaradeildinni í kvöld. 27.4.2005 00:01
Mikill straumur erlendra leikmanna Eins og greint var frá í íþróttafréttum á Stöð 2 í gærkvöldi hafa Fylkismenn komist að samkomulagi við argentíska stórliðið Indipendiente um að fá tvo leikmenn lánaða frá liðinu. Flest liðin í Landsbankadeildinni eru að styrkja sig á lokasprettinum og útlendir leikmenn streyma til landsins. 27.4.2005 00:01
Hannes átti að fá 2 ára bann Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Víking í Noregi, á skilið að fá tveggja ára keppnisbann fyrir að gefa Frode Kippe, varnarmanni Lilleström, viljandi olnbogaskot um helgina. Þetta segir Bård Bogersen, varnarmaður Start, eftir að horft á atvikið í norsku sjónvarpi. 27.4.2005 00:01
Jackson fundar með Bryant Samkvæmt nýjustu fregnum frá Bandaríkjunum gætu unnendur körfuboltans átt von á að sjá Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara allra tíma, leggja leið sína á ný í NBA-körfuboltann. 27.4.2005 00:01
Unnusta Ronaldo missti fóstur Ronaldo og unnusta hans, Daniella Cicarella, urðu fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar Cicarelli var flutt í skyndi á sjúkrahús í Sao Paolo í Brasilíu þar sem í ljós kom að hún hafði misst fóstur. 27.4.2005 00:01
Beckham kærir barnapíu Abbie Gibson, fyrrum barnfóstra David og Victoriu Beckham, á yfir höfði sér málsókn vegna ummæla í viðtali við breskt slúðurblað. 27.4.2005 00:01
Faðir skaut þjálfara Fótboltaþjálfari nokkur við gagnfræðaskóla í Tyler í Texas í Bandaríkjunum, fékk að kenna á því á dögunum þegar faðir eins leikmanns liðsins gerði sér lítið fyrir og skaut hann í kviðinn. 27.4.2005 00:01
Denver heimtar virðingu Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. 27.4.2005 00:01
Hannes Jón til Danmerkur? ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er með tveggja ára samningstilboð á borðinu frá danska úrvalsdeildarliðinu Ajax í Kaupmannahöfn en félagið vann sig upp í úrvalsdeildina. Hannes Jón sagði við íþróttadeildina að væntanlega yrði gengið frá samningnum á næstu dögum. 27.4.2005 00:01
Olga frá út tímabilið? Markadrottningin Olga Færseth, leikmaður knattspyrnuliðs ÍBV, meiddist illa á hné í æfingaleik og verður frá í nokkrar vikur. Hún missir því af fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna. Í versta falli eru liðbönd slitin og þá mun Olga ekkert spila með ÍBV í sumar sem er gríðarlegt áfall fyrir bikarmeistarana. 27.4.2005 00:01
Snorri í liði vikunnar Handknattleiksmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Grosswallstad, var valinn í lið vikunnar í þýsku úrvalsdeildinni af blaðinu <em>Handwall Woche</em>. Þetta er í annað skiptið sem Snorri Steinn er í liði vikunnar í vetur en hann hefur leikið mjög vel í síðari umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 102 mörk í vetur. 27.4.2005 00:01
Dynamo í úrslit FIBA Europe Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg báru sigurorð af BC Khimki í undanúrslitum FIBA Europe keppninnar í Istanbúl í Tyrklandi í dag. 27.4.2005 00:01
KR og Þróttur áfram KR og Þróttur tryggðu sér sæti í undanúrslitum deildarbikarkeppni KSÍ í gær. KR sigraði ÍBV, 2-0. Bjarnólfur Lárusson og Grétar Hjartarson skoruðu mörk KR-inga. 27.4.2005 00:01
Gautaborg sigraði Hammarby Gautaborg sigraði Hammarby, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hjálmar Jónsson var í liði Gautaborgar og Pétur Hafliði Marteinsson í liði Hammarby. Gautaborg er í 4. sæti með sex stig eftir þrjá leiki en Hammarby í 9. sæti með fjögur stig. 27.4.2005 00:01
Marion verður líklega með í kvöld Hinn kraftmikli framherji Phoenix Suns, Shawn Marion, mun að öllum líkindum leika með liði sínu í kvöld þegar Suns taka á móti Memphis Grizzlies í öðrum leik liðanna í kvöld. Marion tognaði á hendi í fyrsta leiknum þegar honum var skellt í gólfið, en segist vonast til að verða með í kvöld. 27.4.2005 00:01