Sport

Hannes átti að fá 2 ára bann

Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Víking í Noregi, á skilið að fá tveggja ára keppnisbann fyrir að gefa Frode Kippe, varnarmanni Lilleström, viljandi olnbogaskot um helgina. Þetta segir Bård Bogersen, varnarmaður Start, eftir að horft á atvikið í norsku sjónvarpi. Hannes fékk gult spjald fyrir olnbogaskotið en Kippe, sem lék með Liverpool á sínum tíma, þurfti að fara af velli. Hannes slapp með skrekkinn og verður ekki dæmdur í leikbann af aganefnd norska knattspyrnusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×