Sport

Kezman orðaður við PSV

Guus Hiddink, knattspyrnustjóri PSV Eindhoven í Hollandi, segir ekki loku fyrir það skotið að liðið reyni að endurheimta framherjann Mateja Kezman frá Chelsea í sumar. Kezman, sem er Serbi, hefur ekki náð sér á strik hjá enska liðinu síðan hann gekk til liðs við það frá PSV á sínum tíma, en var mikil markamaskína þegar hann lék í Hollandi. Hann skoraði 105 mörk í 122 leikjum fyrir PSV, en hefur aðeins gert fjögur mörk í 25 leikjum fyrir Chelsea. "Ég veit að ef Kezman fer frá Chelsea, gæti það verið upplagt fyrir hann að fara til liðs sem hann þekkir og hefur gengið vel hjá. Svona vangaveltur eru engu að síður ekki tímabærar," sagði Guus Hiddink. Kezman hefur reyndar sjálfur sagt að hann myndi vilja leika með PSV á ný, svo það er aldrei að vita hvað gerist í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×