Sport

Maradona hefur grennst um 33 kíló

Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona, sem fór í magaaðgerð fyrir 50 dögum, hefur grennst um 33 kíló. Þetta segir læknir Maradona í viðtali við argentíska útvarpsstöð. Þegar hinn 168 sentímetra langi Maradona fór í aðgerðina var hann 120 kg, í dag er hann 87 kg og lifir aðallega á kjúklingi, grænmeti og vítamínum. Þá er hann laus úr viðjum fíkniefna að sögn læknisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×