Sport

Úrslit í Uefa keppninni í kvöld

Í kvöld voru spilaðir fyrri leikirnir í undanúrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu. Annarsvegar mættust Parma og CSKA Moskva á Ítalíu og hinsvegar Sporting Lisbon og AZ Alkmaar í Portúgal. Það gerðist lítið markvert í leik Parma og CSKA Moskva á Ennio Tardani leikvellinum. Leikurinn var mjög tíðindalítill og endaði markalaus. Það var öllu fjörugri leikur á Estadio Jose Alvalade, heimavelli Sportin Lisbon, í kvöld. Denny Landzaat kom  Alkmaar yfir á 36. mínútu  en Rodolph Douala jafnaði leikinn strax í næstu sókn. Mauricio Pinilla skoraði síðan sigur mark Sporting tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru skoti af um 30 metra færi. Massimo De Santis, dómari leiksins, hafði í nógu að snúast og gaf ein fimm gul spjöld, þar af fjögur á tíu mínútna kafla undir lok leiksins. Seinni leikirnir fara fram fimmtudaginn eftir viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×