Sport

Unnusta Ronaldo missti fóstur

Ronaldo og unnusta hans, Daniella Cicarella, urðu fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar Cicarelli var flutt í skyndi á sjúkrahús í Sao Paolo í Brasilíu þar sem í ljós kom að hún hafði misst fóstur. Þetta var mikið áfall fyrir hin hjónin tilvonandi og sendi Ronaldo frá sér tilkynningu vegna þessa. Þar kemur m.a. fram að þau reyni að líta á björtu hliðarnar á þessum erfiðu tímum og hugga sig við það að Daniella sé ung og hraust og geti því orðið ófrísk að nýju þegar rétti tíminn kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×