Sport

Henry ekki með í bikarúrslitunum?

Framkvæmdastjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur miklar áhyggjur af því hvort Thierry Henry, muni geta spilað úrslitaleikinn gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni, en franski sóknarmaðurinn meiddist fyrr í mánuðinum. Henry verður ekki með gegn WBA á mánudaginn og Wenger segir hann tæpan fyrir úrslitaleikinn 21. maí. ,,Í augnablikinu myndi ég segja að það væru minni möguleiki en meiri að hann spili í úrslitaleiknum," sagði Wenger í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×