Sport

Figo til Liverpool?

Luis Figo gæti verið á leið í enska boltann og þá til Liverpool, en heimasíðan ynwa.tv, sem er stuðningsmannasíða Liverpool, fullyrðir að viðræður séu vel á veg komnar. Stuðningsmannasíðan þessi hefur í gegnum árin þótt mjög ábyggileg og hefur ekki sett svona fréttir inn nema einhver fótur sé fyrir þeim. Figo gæti því orðið þriðji Real Madrid leikmaðurinn til að ganga til liðs við Liverpool núna á einu ári en Antonio Nunez kom fyrir tímabilið sem hluti af sölu Michael Owen og Fernando Morientes var síðan keyptur í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×