Sport

Mikill straumur erlendra leikmanna

Eins og greint var frá í íþróttafréttum á Stöð 2 í gærkvöldi hafa Fylkismenn komist að samkomulagi við argentíska stórliðið Indipendiente um að fá tvo leikmenn lánaða frá liðinu. Þeir spila æfingaleik með Fylki á föstudaginn og í framhaldi af honum kemur í ljós hvort Fylkismenn semji við þá. Flest liðin í Landsbankadeildinni eru að styrkja sig á lokasprettinum og útlendir leikmenn streyma til landsins. ÍBV, Grindavík, ÍA, Keflavík og Fram eru einnig að semja við útlenda leikmenn þessa dagana. Flest liðin hafa bætt við sig leikmönnum frá því í fyrra og því ljóst að Landsbankadeildin verður með sterkasta móti í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×