Sport

Mickelson sigraði á BellSouth

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson sigraði á BellSouth Classic mótinu í Georgíufylki í gær. Mickelson sigraði eftir æsilegt umspil við Jose Maria Olazabal og var kátur eftir sigurinn, en hann endaði á átta undir pari. "Ég er ekki frá því að sex til tíu manns hefðu geta sigrað á þessu móti, það var svo jafnt. Ég veit ekki hvernig ég fór að því að vinna þetta, en sigurinn er vissulega gott veganesti inn á Mastersmótið," sagði kappinn. Á fimmtudaginn hefst Mastersmótið í golfi og verða allir keppnisdagarnir fjórir sýndir beint á Sýn og þar hefur Mickelson titil að verja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×