Sport

Viduka meiddur út tímabilið

Mark Viduka, framherji Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun ekki leika meira með liðinu í vetur. Gömul meiðsli á lærvöðva tóku sig upp að nýju fyrir skemmstu sem eru mikil vonbrigði, bæði fyrir félagið og Viduka. "Það eru allir mjög pirraðir yfir þessu enda var batinn búinn að taka langan tíma," sagði Steve McLaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough. "Núna viljum við bara ganga úr skugga um að Mark fái þá umönnun sem þarf til að vera tilbúinn í slaginn á næsta tímabili." Mark Viduka er 29 ára Ástrali sem gekk til liðs við Middlesbrough síðasta sumar. Hann hefur skorað 7 mörk í 21 leik fyrir félagið í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×