Sport

Woods sigurstranglegur

Jack Nicklaus telur að Tiger Woods sé sigurstranglegastur fyrir Masters-mótið sem hefst á fimmtudaginn kemur. Nicklaus, sem er sexfaldur Masters-meistari, finnst að Woods hafi ekki sýnt sitt rétt andlit undanfarið ár og eigi mikið inni. "Hann er enn yfirburðamaður. Hann þarf ekki einu sinni að leika sitt besta golf til að bera sigur úr býtum," sagði Nicklaus. Woods hefur ekki unnið á stórmóti síðan á US Open árið 2002 en undanfarið ár hefur hann unnið markvisst að endurbættri sveiflu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×