Sport

Ung snókerstjarna með krabbamein

Paul Hunter, sem situr í fjórða sæti heimslistans í snóker, greindist nýlega með krabbamein. Hunter, sem hefur orðið Masters-meistari í þrígang, mun ganga undir ítarlega rannsókn á næstu dögum en ætlar sér engu að síður að taka þátt í móti sem fram fer í Sheffield á næstunni. Að því loknu mun hann gangast undir meðferð. Hinir alkunnu Jimmy White og Stephen Hendry, sjöfaldur heimsmeistari í snóker, hafa báðir látið hryggð sína í ljós vegna veikinda Hunter sem er aðeins 26 ára að aldri. Hunter hefur beðið fjölmiðla um frið þangað til á næsta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×