Sport

Ponsumót Bjarkanna 2005

Nærri 100 stúlkur á aldrinum 6 til 10 ára öttu kappi á svokölluðu Ponsumóti sem Fimleikafélagið Björk hélt um liðna helgi. Ponsumót er vinamót þriggja félaga, Fimleikafélag Keflavíkur, Fimleikadeild Stjörnunnar og Bjarkanna. Keppt var í 6. þrepi fimleikastigans í áhaldafimleikum. Gleðin var alsráðandi og stúlkurnar hvöttu óspart hvor aðra. Áhorfendapallarnir voru fullir af spenntum foreldrum, ömmum og öfum, systkinum og öðrum ættmennum sem horfðu stoltir á framtíðar stjörnur fimleikanna. Ponsumótið er liðakeppni þar sem 6 stúlkur eru saman í liði og árangur 5 bestu teljast til stiga. Keppt var í A, B og C hópum bæði yngri og eldri. Lið Bjarkanna urðu sigursæl og sigruðu A lið eldri og yngri, B lið yngri og C lið yngri. B og C lið eldri stúlknanna frá Keflavík sigruðu sína keppni. Síðan var stigahæðsti keppandinn útnefndur Ponsumeistarinn sem var Dóra Sóldís Ásmundardóttir frá Björkunum.
MYND/Vísir
MYND/Vísir
MYND/Vísir
MYND/Vísir
MYND/Vísir
MYND/Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×