Sport

Nýr framkvæmdastjóri hjá BAR

Gil De Ferran, fyrrum ökumaður í Indy Racing League, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri íþróttasviðs hjá BAR-Honda í Formúlu 1 kappakstrinum. Stjórn liðsins greip til þessa ráðs eftir að liðið náði ekki að ljúka keppni í fyrstu þremur keppnum keppnistímabilsins.   "Þetta er mikil áskorun fyrir mig," sagði hinn 37 ára gamli Ferran. "Áhugasvið mitt hefur alltaf náð vel út fyrir aksturinn sjálfan og tækifærin gerast því ekki mikið betri."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×