Sport

Pamarot frá út tímabilið

Bakvörðurinn sterki Noe Pamarot hjá Tottenham Hotspurs, verður frá keppni út tímabilið eftir að í ljós kom að hann sleit liðbönd á hné í byrjun leiks gegn Birmingham um helgina. Þetta er Tottenham liðinu að sjálfssögðu mikið áfall, en Pamarot hefur náð að aðlagast ágætlega í enska boltanum eftir að hann kom frá Frakklandi. "Þetta er áfall fyrir Noe og áfall fyrir okkur. Við vonum svo sannarlega að hann nái sér sem fyrst af meiðslunum," sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, en venjan er að það taki menn 6-9 mánuði að jafna sig af svona meiðslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×