Fleiri fréttir

Lyon komið yfir gegn PSV

Lyon frá Frakklandi er komið yfir gegn PSV á heimavelli sínum Stade de Gerland í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Florent Malouda sem gerði markið á þrettándu mínútu.

Garcia kemur Liverpool í 2-0

Luis Garcia var að koma Liverpool í 2-0 með hreint út sagt ótrúlegu mari. Garcia tók boltann á lofti af um 25 metra færi og þrumaði honum yfir Buffon og í bláhornið. Klárlega eitt af mörkum keppninnar hingað til.

Hálfleikstölur í Meistaradeildinni

Það er kominn hálfleikur í leikina tvo í Meistaradeild Evrópu sem fram fara í kvöld. Á Anfield er Liverpool 2-0 yfir gegn Juventus. Sami Hyypia kom þeim rauðu yfir á 11. mínútu með góðu skoti eftir hornspyrnu. Luis Garcia tvöfaldaði síðan forystuna með frábæru marki.

Juventus búið að minnka muninn

Fabio Cannavaro var rétt í þessu að minnka muninn í 2-1 með skallamarki á 64. mínútu. Spurningamerki verður þó að setja við markvörðinn unga Scott Carson sem hefði átt að gera betur. Juventus hafa verið mun sterkari í síðari hálfleik eftir frábæran fyrri hálfleik hjá Liverpool.

PSV búið að jafna

Phillip Cocu var að jafna fyrir PSV gegn Lyon á Stade de Gerland í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. Florent Malouda hafið áður komið Lyon yfir strax á 13. mínútu.

Liverpool sigraði Juventus

Liverpool sigraði Juventus í fyrri leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en Liverpool sýndi allar bestu hliðar fótboltans í fyrri hálfleik, en Juventus sýndi hvers vegna þeir eru eitt af bestu liðum álfunar í þeim seinni.

Lyon og PSV skyldu jöfn

Lyon og PSV Eindhoven skyldu jöfn í fyrri leik liðana í Meistaradeild Evrópu í kvöld með einu marki gegn einu. Florent Malouda kom heimamönnum yfir á þrettándu mínútu en fyrrum Barcelona leikmaðurinn, Phillip Cocu, jafnaði ellefu mínútum fyrir leikslok. Liðin mætast að nýju, þá í Hollandi, eftir rúma viku.

ÍR, Valur og Haukar sigruðu

Í kvöld hófst átta liða úrslit DHL deildarinnar í handknattleik karla með þremur leikjum. Leik ÍBV og Fram sem fram átti að fara í Eyjum var frestað. Í Austurbergi sigraði ÍR KA-menn með tveggja marka mun, 28-26. Valur sigraði HK í Valsheimilinu með 26 mörkum gegn 25. Þá sigruðu Haukar nágranna sína í FH með sjö marka mun, 29-22.

Keflavík kærir úrslitin

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur lagt fram kæru vegna mistaka sem áttu sér stað í öðrum leik Keflvíkinga og Snæfells sem fram fór í Stykkishólmi í fyrrakvöld.

Ingimundur með ellefu mörk gegn KA

ÍR-ingar unnu KA-menn, 29-26, í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum DHL-deildar karla í kvöld. Ingimundur Ingimundarson átti stórleik og skoraði 11 mörk og Ólafur Haukur Gíslason átti góða innkomu í markið í lokin. Hjá blómstraði ung rétthent skytta, Magnús Stefánsson og Hafþór Einarsson varði vel í markinu.

Haukar stóru skrefi á undan

Það fór eins og flesta grunaði sem á annað borð fylgjast eitthvað með handbolta - Haukar unnu sigur á FH í fyrri eða fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum sem fram fór að Ásvöllum.

NBA í nótt

Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns halda sínu striki og stefna á að ná efsta sæti deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, en liðið lagði Houston Rockets í nótt 91-78.

Bowyer fær háa sekt

Lee Bowyer, leikmaður Newcastle, hefur verið sektaður um sem nemur sex vikna launum fyrir áflogin við félaga sinn Kieron Dyer um helgina.

Öruggur sigur FH-inga

Íslandsmeistarar FH sigruðu bikarmeistara Keflavíkur með þremur mörkum gegn engu í deildarbikarnum í Reykjaneshöll í gærkvöld. Tryggvi Guðmundsson lék sinn fyrsta leik með FH og skoraði eitt mark. Ólafur Páll Snorrason og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson voru einnig á skotskónum.

Benitez vill halda hreinu

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það algjört lykilatriði fyrir lið sitt að halda hreinu á heimavelli sínum í fyrri leik sínum við Juventus í vikunni.

Nistelrooy nær sér ekki á strik

Ruud van Nistelrooy gæti verið á leið á bekkinn hjá Manchester United, eftir slakan árangur fyrir framan mörk andstæðinganna undanfarið

Shearer brjálaður

Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, er brjálaður út í þá Kieron Dyer og Lee Bowyer eftir slagsmálin um helgina og lét sínar skoðanir berlega í ljós eftir atvikið.

Hitzlsperger til Stuttgart

Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger sem leikur með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur samið við lið Stuttgart í Þýskalandi.

Mourinho er hrokagikkur

Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Bayern Munchen, sagði í viðtali nýlega að sér þætti Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea hrokafullur maður.

Ekki reknir frá félaginu

Samherjarnir hjá Newcastle, Lee Bowyer og Kieron Dyer, sem slógust í leik gegn Aston Villa um helgina og voru báðir reknir af velli, verða ekki reknir frá félaginu. Bowyer var hins vegar sektaður sem nemur sex vikna launum sem er þyngsta möguleiga refsing og aðeins notuð í undantekningatilvikum.

Real saxaði á forskot Barcelona

Real Madrid saxaði á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld eftir sigur á Albaceti á útivelli, 2-1. Ivan Helguera og Michael Owen skoruðu mörk Madrídinga sem eru níu stigum á eftir Barcelona. Stórliðin mætast um næstu helgi.

Gylfi og Pauzuolis með 5 mörk

Gylfi Gylfason og Robertas Pauzuolis skoruðu fimm mörk hvor fyrir Wilhelmshaven sem sigraði botnlið Post Schwerin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik með 33 mörkum gegn 26 í gærkvöld. Þá skoraði Jaliesky Garcia tvö mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Nordhorn, 39-30.

Tveir leikir í DHL-deild kvenna

Stjarnan og Haukar geta tryggt sér sæti í undanúrslitum DHL-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan sækir Gróttu/KR heim og Fram mætir Haukum. Leikirnir hefjast klukkan 19.15 og verða gerð ítarleg skil í Olíssporti á Sýn klukkan 22.

Rétt að fara á nýja bílinn

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher telur að Ferrari-liðið hafi tekið hárrétta ákvörðun þegar það afréð að nota nýja bílinn í kappakstri helgarinnar.

McShane verður með Grindvíkingum

Nú er ljóst að Skotinn Paul McShane mun leika með Grindavík í Landsbankadeildinni í sumar en nokkur óvissa hefur verið með framtíð hans.

Yfirráðum Ferrari er lokið

Mike Gascoine, tæknistjóri hjá Toyota-liðinu í Formúlu 1, segir að áskrift Ferrari að meistaratitlum sé lokið.

Weah íhugar forsetaframboð

Fyrrum knattspyrnuhetjan George Weah frá Afríkuríkinu Líberíu er sagður vera að íhuga alvarlega að bjóða sig fram í forsetakostningunum þar í landi í október.

Mourinho sagður ósáttur

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea er sagður vera ósáttur við að fá ekki meiri stuðning frá forráðamönnum félagsins í kjölfar tveggja leikja bannsins sem hann fékk fyrir að bera ljúgvitni á dögunum.

Forssell á bekknum gegn Bayern

Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, hefur tilkynnt að finnski sóknarmaðurinn Mikael Forssell muni vera á bekknum í leiknum gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Bowyer sektaður, Dyer ekki

Newcastle hefur staðfest að bæði Lee Bowyer og kieron Dyer munu vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir slagsmálin sem þeir lentu í leiknum gegn Aston Villa á laugardaginn. Lee Bowyer verður þó sektaður um sex vikna laun

Del Piero vill gleyma Heysel

Alessandro del Piero vill nota Meistaradeildarleikinn gegn Liverpool annað kvöld til að ,,loka kafla" á mjög slæmri minningu. Eins og flestir vita mættust liðin tvö í úrslitum Evrópukeppninnar árið 1985 á Heysel leikvanginum þar sem 39 stuðningsmenn létust.

Snæfell yfir í hálfleik

Snæfell leiðir gegn Keflvíkingum með tveimur stigum, 44-42, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Calvin Clemmons hefur verði atkvæðamestur hjá Snæfellingum og gert 12 stig og Pálmi Sigurgeirsson 9. Hjá Keflvíkingum hefur Gunnar Einarsson sett niður fjóra þrista og er með 14 stig.

Skaginn sigraði Raslätts SK

Skagamenn unnu góðan sigur á sænska 3. deildarliðinu Raslätts SK í dag þegar liðin mættust í æfingaleik á Spáni. Leiknum lyktaði með 6:2 sigri ÍA og var Andri Júlíusson heldur betur á skotskónum því hann gerði fjögur mörk í leiknum.

Snæfell vann leik númer tvö

Snæfell sigraði Keflavík í öðrum leik liðana í úrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld með 97 stigum gegn 93. Keflvíkingar voru með pálmann í höndunum og leiddu þegar lítið var eftir, en góður endasprettur Snæfellinga sá til þess að staðan í einvíginu er 1-1.

Grótta/KR gerði hið ómögulega

Grótta/KR gerðu hið ómögulega í 8-liða úrslitum í handbolta kvenna. Grótta/KR var sjö mörkum undir í hálfleik gegn Stjörnunni, en gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með tveimur mörkum, 17-15, og því þurfa liðin að mætast þriðja sinni. Haukastúlkur eru hins vegar komnar í undanúrslitin. Þær sigruðu Fram örugglega í kvöld með 30 mörkum gegn 17 og einvígið 2-0.

Chelsea ætlar ekki að áfrýja

Chelsea ætlar ekki að áfrýja banni Jose Mourinho, en UEFA sektaði Chelsea um 33 þúsund pund og setti Mourinho í tveggja leikja bann eftir atvik sem upp kom í leik Chelsea gegn Barcelona í 16-liða úrslitunum.

Slagur sem vekur upp minningar

Átta liða úrslit meistaradeildarinnar hefjast með tveimur leikjum í kvöld. Franska liðið Lyon, sem tók Werder Bremen í bakaríið í sextán liða úrslitum, tekur á móti PSV frá Hollandi og Juventus sækir Liverpool heim á Anfield.

Gaflarar berast á banaspjótum

Lokahnykkurinn á löngu handboltatímabili byrjar í kvöld þegar átta liða úrslit í DHL-deild karla hefjast en öll átta liðin verða í eldlínunni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka hefja sína baráttu gegn nágrönnunum og erkifjendunum í FH en fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum.

Gera allt til þess að tækla þetta

Mikla athygli vakti þegar leikmönnum úr körfuknattleiksliði ÍR var hótað með SMS-sendingum meðan á undanúrslitunum í Intersportdeildinni stóð þar sem liðið átti í höggi við Keflavík.

Spennuþrungið í Stykkishólmi

Snæfell tók á móti Keflavík í öðrum leik lokaúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Keflavík vann fyrsta leikinn og því lykilatriði fyrir Snæfellinga að fara með sigur af hólmi. Það hafðist eftir mikla baráttu og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Lokatölur urðu 97-93.

Íris breytti öllu á Nesinu

Haukakonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum DHL-deildar kvenna með 13 marka sigri á Fram, 17-30, í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum í gær en á Nesinu vann Grótta/KR 17-15 sigur á Stjörnunni og liðin mætast því í úrslitaleik á miðvikudaginn.

Terry hafi verið valinn bestur

Ensk dagblöð fullyrða í dag að John Terry, fyrirliði Chelsea, hafi verið valinn leikmaður ársins af félögum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Atkvæðagreiðslu er lokið en ekki verður tilkynnt um úrslitin fyrr en 24. apríl. Samkvæmt heimildum blaðanna urðu þrír leikmenn Chelsea efstir, en Frank Lampard varð annar og markvörðurinn Peter Cech þriðji.

Fá þriggja leikja bann og sekt

Þremur leikmönnum Newcastle United var vísað af leikvelli í 0-3 tapi á heimavelli gegn Aston Villa. Sá óvenjulegi atburður varð í leiknum að samherjarnir Kieron Dyer og Lee Bowyer lentu í slagsmálum og dómarinn átti ekki um annað að velja en að reka þá af leikvelli. Þeir verða dæmdir í þriggja leikja bann auk þess sem félagið á eftir að sekta þá fyrir atvikið.

Átta mörk Snorra dugðu ekki

Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik þegar Grosswallstadt tapaði fyrir Gummersbach 23-28 í þýska handboltanum í gær. Snorri var markahæstur í liði Grosswallstadt, skoraði átta mörk, þar af þrjú af vítalínunni, en Einar Hólmgeirsson skoraði þrjú. Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon skoraði tíu mörk fyrir Gummersbach.

Sjá næstu 50 fréttir