Sport

Bannið stendur hjá Dyer

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að vísa frá áfrýjun Kieron Dyer frá í máli knattspyrnumannsins sem fékk rautt spjald um helgina fyrir áflog. Dyer vildi meina að hann væri saklaus eftir viðskipti sín við félaga sinn Lee Bowyer og á myndbandi mátti sjá að hinn síðarnefndi átti frumkvæðið að handalögmálunum sem upphófust milli þeirra. Lið Newcastle tók afstöðu með Dyer í málinu og kusu að áfrýja rauða spjaldinu sem hann fékk, enda þýddi það að hann myndi missa af mjög mikilvægum leikjum liðsins framundan, en Dyer er lykilmaður í liðinu og hefur verið að leika einstaklega vel upp á síðkastið. Knattspyrnusambandið vísaði áfrýjunninni hinsvegar frá nú fyrir stundu og niðurstaðan í málinu er sú að rauða spjaldið stendur og Dyer fær þriggja leikja bann í kjölfarið, sem þýðir að hann missir t.a.m. af leik Newcastle og Manchester United í undanúrslitum bikarsins fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×