Sport

Red Bull skipta um ökumann

Christian Klien, ökumaður Red Bull í formúlu 1 sem ekið hefur með David Coulthard í fyrstu þremur keppnum ársins, þarf að víkja fyrir Ítalanum Vitantonio Liuzzi í að minnsta kosti þrjú næstu mót. Klien hefur þótt standa sig prýðilega það sem af er móts og kemur þessi ráðstöfun liðsins því nokkuð á óvart. "Christian hefur verið óskeikull það sem af er tímabili, en þessi breyting er gerð til að meta keppinaut hans í liðinu. Við lögðum upp með þessa taktík í byrjun tímabils og við ætlum að halda okkur við hana," sagði Christian Horner, yfirmaður liðsins. Klien tekur ráðstöfunum liðsins með miklu jafnaðargeði. "Auðvitað myndi ég vilja aka áfram fyrir liðið, annars væri ég ekki í þessu, en ég vissi að þessari aðferð yrði beitt og ég sætti mig fyllilega við það," sagði Klien.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×