Sport

Sunderland nær úrvalsdeildarsæti

Sunderland færðist nær sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðið sigraði Wigan 1-0 á útivelli. Sunderland er með 84 stig og er 5 stigum á undan Ipswich sem er í öðru sæti eftir 4-3 sigur á Rotherham. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Leeds tapaði 0-4 á heimavelli fyrir Sheffield United, Stoke tapaði 1-3 fyrir Cardiff, West Ham vann Burnley 1-0 á útivelli og Derby sigraði Crewe 2-1 á útivelli. Leicester og Wolves gerðu 1-1 jafntefli, Plymouth sigraði Watford 1-0, Reading sigraði Willwall 2-1, Preston vann Brighton 3-0 og Q.P.R. og Gillingham gerðu 1-1 jafntefli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×