Fleiri fréttir Davenport og Sharapova í úrslit Tenniskonan Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum komst í nótt í úrslit á Opna Pan Pacific-mótinu sem fram fer í Tókyo. Davenport, sem er efst á heimslistanum, vann hina rússnesku Svetlönu Kuznetzovu 6-1 og 7-6 í undanúrslitum en Davenport hefur titil að verja á mótinu. Davenport mætir Wimbledon-meistaranum Mariu Sharapovu í úrslitum. 5.2.2005 00:01 Dragila ósigrandi á Millrose Stacy Dragila vann í nótt stangastökkskeppni Millrose-frjálsíþróttamótsins, sem fram fór í Madison Square Garden, New York, í sjöunda skiptið í röð. Dragila, sem er tvöfaldur heimsmeistari í greininni og Ólympíumeistari árið 2000, var þó nokkuð frá sínu besta en henni dugði 4,48 m til sigurs. Best á Dragila innanhúss 4,81. 5.2.2005 00:01 Stærsta endurkoma í sögu Toronto Liðsmenn Toronto Raptors skrifuðu nýjan kafla í sögu félagsins í nótt er þeir komu til baka eftir að hafa verið 22 stigum undir gegn Washington Wizards og unnu, 103-100. Kaflaskil urðu í leiknum þegar bakvörður Wizards, Gilbert Arenas, var útilokaður frá leiknum í þriðja leikhluta, en hann var þá búinn að skora 21 stig. 5.2.2005 00:01 Spánverjar yfir í hálfleik Spánverjar hafa yfir gegn heimamönnum í Túnis í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik, 18-16. Leikurinn er fyrri undanúrslitaleikur dagsins, en í hinum eigast Króatía og Frakkland við. 5.2.2005 00:01 Gylfi hetja Leeds Gylfi Einarsson var hetja Leeds United í dag er hann skoraði eina mark liðsins í sigri á Burnley á útivelli. Markið, sem jafnframt var það fyrsta sem Gylfi skorar fyrir Leeds, kom á 66. mínútu en þá skallaði kappinn fyrirgjöf Aarons Lennon af krafti í netið. 5.2.2005 00:01 Bolton enn á sigurbraut Bolton vann sinn fimmta leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið bar sigurorð af Crystal Palace á útivelli, 0-1. Kevin Nolan skoraði sigurmarkið á 31. mínútu eftir frábæra sókn og fyrirgjöf El Hadji Diouf. Palace átti þó síst minna í leiknum og fór illa með nokkur dauðafæri, en Jussi Jaskelainen, markvörður Bolton var í hörkuformi. 5.2.2005 00:01 Ívar bestur í janúar Ívar Ingimarsson hefur verið útnefndur besti leikmaður Reading í ensku fyrstu deildinni í janúarmánuði en stuðningsmenn liðsins standa að kjörinu í samvinnu við félagið. Ívar fékk meira en helming atkvæðanna. Ívar gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu í haust. 5.2.2005 00:01 Spánverjar í úrslit Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Túnis með sigri á heimamönnum, 33-30, eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Leikurinn var lengstum í járnum en Spánverjar sigu fram úr á síðasta fjórðungi leiksins er leikur Túnisa hrundi. Spánverjar mæta annaðhvort Króötum eða Frökkum í úrslitum. 5.2.2005 00:01 Kæru Jóns Arnars vísað frá Dómstóll KKÍ hefur vísað frá kæru Jóns Arnars Ingvarssonar, þjálfara Breiðabliks, á hendur aganefnd KKÍ og Kristni Óskarssyni körfuknattleiksdómara. Kæran er tilkomin vegna kæru Kristins á hendur Jóni Arnari til aganefndar og úrskurðar aganefndar í kjölfarið en Kristinn sagði í skýrslu eftir leik Njarðvíkur og Breiðabliks í bikarkeppni KKÍ að Jón Arnar hefði látið frá sér fara „ærumeiðandi ummæli“. 5.2.2005 00:01 Jafnt á Anfield Fernando Morientes skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool í jafnmörgum leikjum er hann kom liðinu yfir gegn Fulham á 9. mínútu en hálfleikur stendur nú yfir. Andy Cole jafnaði hins vegar fyrir Fulham með góðu skallamarki sjö mínútum síðar. Markalaust er hjá Manchester United og Birmingham. 5.2.2005 00:01 Eyjastúlkur sigruðu á Nesinu Eyjastúlkur gerðu góð ferð á Seltjarnesið í dag þegar þær lögðu Gróttu/KR með 27 mörkum gegn 24 í DHL-deildinni í handknattleik. Markahæstar í liði ÍBV voru Sofia Pastor og Anastacia Patsion með 6 mörk en Tatjana Zukovska setti 5. Hjá Gróttu/KR var Arna Gunnarsdóttir með 9 mörk, Eva Kristinsdóttir með 5 mörk og Anna Guðmundsdóttir með 3. 5.2.2005 00:01 Bayern eykur forskotið Bayern Munchen jók í dag forskot sitt toppi þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu í þrjú stig. Bayern bar sigurorð af Leverkusen, 2-0, með mörkum frá Roy Makaay og Paulo Guerrero á meðan helstu keppinautar þeirra, Schalke, gerðu 2-2 jafntefli gegn Hansa Rostock. Schalke voru í raun heppnir að ná jafntefli því Ailton jafnaði á 90. mínútu. 5.2.2005 00:01 Öruggt hjá Liverpool og United Manchester United minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í 8 stig með 2-0 sigri á Birmingham á heimavelli í dag. Roy Keane og Wayne Rooney skoruðu mörk United í seinni hálfleik. Liverpool vann sannfærandi 3-1 sigur á Fulham þar sem Sami Hyypia og Milan Baros tryggðu sigurinn í seinni hálfleik. 5.2.2005 00:01 Króatar yfir í hálfleik Heims- og Ólympíumeistarar Króata hafa eins marks forystu í leikhléi í undanúrslitaleik þeirra gegn Frökkum á HM í Túnis, 15-14. Anquetil er markahæstur hjá Frökkum með 4 mörk en leikstjórnandinn snjalli Ivano Balic hefur sett 6 fyrir Króata. Liðið sem sigrar mætir Spánverjum í úrslitaleik mótsins. 5.2.2005 00:01 Þórður og Tryggvi vermdu bekkinn Nýju mennirnir hjá Stoke City, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, sátu á varamannabekknum allan tímann þegar Stoke vann topplið Wigan Athletic óvænt á útivelli í dag. Lokatölur urðu 2-1 og fór Stoke með sigrinum upp í 13. sæti deildarinnar með 41 stig. 5.2.2005 00:01 Blackburn og Chelsea kærð Breska knattspyrnusambandið hefur lagt fram kæru á hendur Blackburn og Chelsea en í leik liðanna á Ewood Park sl. miðvikudag sauð upp úr milli leikmanna eftir að Morten Gamst Pedersen braut á markverðinum Petr Cech. 5.2.2005 00:01 Wenger vill ekki að Chelsea tapi Arsene Wenger vill ekki að Chelsea tapi stigum út af ágreiningi liðanna varðandi Ashley Cole. Samkvæmt breskum dagblöðum á Cole að hafa átt leynilegan fund með Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, á hóteli í London. 5.2.2005 00:01 Sharapova mætir Davenport Úrslitin á Pan Pacific Open tennismótinu í Tókíó ráðast í dag þegar Maria Sharapova og Lindsay Davenport eigast við í úrslitaleik. 5.2.2005 00:01 Króatar í úrslit Heims- og Ólympíumeistarar Króata komust nú fyrir stundu í úrslit á Heimsmeistaramótinu í Túnis með því að leggja Frakka af velli, nokkuð örugglega, 35-32. Eftir slæma byrjun komust Króatar á skrið og náðu forystu um miðjan fyrri hálfleik sem þeir létu aldrei af hendi. Króatar mæta Spánverjum í úrslitum á morgun. 5.2.2005 00:01 Trulli viðurkennir vandræði Toyota Jarmo Trulli, ökumaður Toyota-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi í gær að liðið ætti í vandræðum með nýja bílinn sem Toyota ætlar að notast við á komandi tímabili. Trulli 5.2.2005 00:01 Dagur Sigurðsson sýknaður Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á síðasta ári. 5.2.2005 00:01 Stærsti íþróttaviðburður ársins Í kvöld fer fram úrslitaleikurinn í amerísku NFL-deildinni þar sem keppt verður um ofurskálina svokölluðu, eða Super Bowl. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð ársins og fær úrslitaleikurinn í NFL öllu jöfnu gríðarlegt áhorf út um allan heim. 5.2.2005 00:01 Ekki eðlileg vinnubrögð "Við náum samkomulagi við Víking um að fá að ræða við leikmanninn og að því loknu finnst mér eðlilegt að við fáum okkar tíma til að ræða við hann. Ég vissi af áhuga Keflavíkur og með þær upplýsingar til hliðsjónar fóru af stað samningaviðræður við leikmanninn. Síðan veit ég ekki fyrr en hann er allt í einu búinn að ná munnlegu samkomulagi við Val. Ég bara skil þetta ekki," segir Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR-Sports, en hann er allt annað en sáttur við framkomu varnarmannsins Grétars Sigfinns Sigurðssonar í garð síns gamla félags, KR. Grétar skrifaði í gær undir lánssamning við Val sem gildir út tímabilið og segir Sigurður að með því hafi Grétar farið á bak við sitt gamla félag. "Mér finnst hann hafa komið mjög illa fram við okkur," segir Sigurður. Hann líkir vinnubrögðunum í þessu máli við uppboð þar sem hæstbjóðandi hreppi gullið. 5.2.2005 00:01 Fyrsta markið á heimavelli Manchester United tók á móti Birmingham á Old Trafford í gær. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik en Roy Keane, fyrirliði United, skoraði fyrsta mark leiksins snemma í seinni hálfleik eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo. Markið var merkilegt fyrir þær sakir að þetta var 50. mark Keane fyrir United. 5.2.2005 00:01 Enska landsliðið tilkynnt Stuart Downing, leikmaður Middlesbrough og Andy Johnson, leikmaður Crystal Palace, voru í gær valdir í fyrsta sinn í enska landsliðið sem Sven-Göran Eriksson tilkynnti nú fyrir skömmu. Annars er fátt sem kemur á óvart í vali Eriksson en hópurinn er eftirfarandi: 5.2.2005 00:01 Hneyksli skekur þýska knattspyrnu Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer gerði tilraun til þess að hafa áhrif á úrslit að minnsta kosti sex leikja sem hann dæmdi, segir fulltrúi þýska knattspyrnusambandsins en dómaramútuhneyksli skekur nú þýska knattspyrnu. 4.2.2005 00:01 Akinbiyi í setuverkfall hjá Stoke Ade Akinbiyi, framherji Íslendingaliðsins Stoke City, fór í setuverkfall á skrifstofu John Rugde, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, og krafðist þess að fá að tala við Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann félagsins, að því er fram kemur í samtali hans við staðarblaðið <em>The Sentinel</em>. 4.2.2005 00:01 Heimamenn í undanúrslit Það verða annars vegar Túnis og Spánn og hins vegar Frakkar og heimsmeistarar Króata sem mætast í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Gestgjafarnir Túnisar burstuðu Rússa 35-24 í lokaumferð í milliriðlunum og Spánverjar skelltu Norðmönnum 31-24. 4.2.2005 00:01 Grétar lánaður til Valsmanna Valsmenn halda áfram að styrkja lið sitt fyrir Landsbankadeildina í sumar en Grétar Sigfinnur Sigurðsson, sem sló í gegn með Víkingi í fyrrasumar, hefur verið lánaður til Valsmanna út þessa leiktíð. Jafnframt framlengdi Grétar samning sinn við Víking til ársins 2007. Grétar er sjötti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Val. 4.2.2005 00:01 Jón Arnar keppir í Tallinn Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr FH, ætlar að taka þátt í hinu árlega boðsmóti Erkis Nools sem fram fer í Tallinn í Eistlandi um helgina. Þetta er í áttunda skipti sem boðsmót Erkis Nools er haldið og er Jón Arnar eini keppandinn sem verið hefur með frá upphafi. 4.2.2005 00:01 Montgomerie og Lonard efstir Skotinn Colin Montgomerie og Ástralinn Peter Lonard hafa eins höggs forystu eftir tvo hringi á Opna meistaramótinu í golfi í Melbourne í Ástralíu. Montgomerie og Lonard eru samtals á 9 höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman og Ástralíumaðurinn Jarrod Lyle koma næstir á 8 höggum undir pari. 4.2.2005 00:01 Þriðji tapleikur Keflavíkurkvenna ÍS sigraði Keflavík með 64 stigum gegn 48 í 1. deild kvenna í körfubolta. Þetta var þriðji tapleikur Íslandsmeistara Keflavíkur í röð, eða eftir að Reshea Bristol yfirgaf liðið. Í gær var ljóst að hún kemur ekki aftur til Keflvíkur og því leitar liðið að nýjum bandarískum leikmanni. 4.2.2005 00:01 Rockets unnu Philadelphia Tracy McGrady skroaði 34 stig fyrir Houston Rockets sem sigruðu Philadelphia 76ers 118-85. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadephia. Á meðal annarra úrslita má nefna að Boston skellti New Jersey 110-89, Dallas sigraði New Orleans 90-82 og Sacramento bar sigurorð af Golden State með 111 stigum gegn 107 í framlengdnum leik. 4.2.2005 00:01 Jackson aftur í bann Stephen Jackson, framherji Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum, var dæmdur í eins leiks bann fyrir að kýta við dómara í leik gegn Toronto Raptors. 4.2.2005 00:01 United með næststærsta völlinn Forráðamenn Manchester United hafa fengið leyfi til að stækka heimavöll liðsins, Old Trafford. Eftir stækkunina mun Old Trafford geta rúmað um 76 þúsund áhorfendur eða 7.900 fleiri en komast á völlinn í dag. 4.2.2005 00:01 Ming efstur í kosningu NBA Byrjunarlið NBA-stjörnuleiksins voru tilkynnt í fyrradag. Fyrir hönd vesturdeildarinnar verða bakverðirnir Kobe Bryant og Tracy McGrady, framherjarnir Kevin Garnett og Tim Duncan, og miðherjinn Yao Ming. 4.2.2005 00:01 Smith hættur í NFL Emmitt Smith, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, ákvað að leggja skóna á hilluna eftir 15 ára feril. 4.2.2005 00:01 Sharapova í undanúrslit í Tókíó Tennisdrottningin Maria Sharapova bar sigurorð af hinni rússnesku Elenu Likhovtseva á Pan Pacific Open í Tókýó í fyrradag. 4.2.2005 00:01 O´Sullivan tapaði á Open Malta <font face="Helv"> Ronnie O´Sullivan, sem situr í efsta sæti heimslistans í snóker, beið afhroð gegn Graeme Dott á Opna Möltumótinu. </font> 4.2.2005 00:01 Árni Þór til Göppingen Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Þórs í handknattleik, er á leið til þýska liðsins Göppingen en forráðamenn liðsðins hafa sýnt Árna mikinn áhuga. 4.2.2005 00:01 Methagnaður hjá KSÍ Ársreikningar Knattspyrnusambands Íslands voru birtir á blaðamannafundi í gær og þar kom fram að afkoma sambandsins var með ágætum á síðasta ári. 4.2.2005 00:01 Kostelic varði gullið Króatíska skíðakonan Janica Kostelic varði í dag titil sinn á heimsmeistaramótinu í alpatvíkeppni sem fram fór í Santa Caterina á Ítalíu. Kostelic náði tímanum 2:53.70 eftir þrautir dagsins, sem samanstóðu af bruni um morguninn og tveimur svigferðum síðar um daginn. Hin sænska Anja Paerson varð önnur á 2:55.15. 4.2.2005 00:01 Júlíus Jónasson ósáttur Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær 4.2.2005 00:01 Zidane hættir árið 2007 Franski snillingurinn Zinedine Zidane sagði í viðtali við Cana Plus sjónvarpstöðina í dag að hann myndi leggja skóna á hilluna sumarið 2007, þegar samningur hans við Real Madrid rennur út. 4.2.2005 00:01 Keisarinn vill lífstíðarbann Þýska fótboltagoðsögnin Franz "Keisari" Beckenbauer vill að þeir dómarar og leikmenn sem viðriðnir eru stóra mútumálið, sem skekur þýska knattspyrnu þessa dagana, verði dæmdir í lífstíðarbann frá knattspyrnu. Einungis þannig, segir Keisarinn, verður komið í veg fyrir að þýsk knattspyrna skaðist frekar. 4.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Davenport og Sharapova í úrslit Tenniskonan Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum komst í nótt í úrslit á Opna Pan Pacific-mótinu sem fram fer í Tókyo. Davenport, sem er efst á heimslistanum, vann hina rússnesku Svetlönu Kuznetzovu 6-1 og 7-6 í undanúrslitum en Davenport hefur titil að verja á mótinu. Davenport mætir Wimbledon-meistaranum Mariu Sharapovu í úrslitum. 5.2.2005 00:01
Dragila ósigrandi á Millrose Stacy Dragila vann í nótt stangastökkskeppni Millrose-frjálsíþróttamótsins, sem fram fór í Madison Square Garden, New York, í sjöunda skiptið í röð. Dragila, sem er tvöfaldur heimsmeistari í greininni og Ólympíumeistari árið 2000, var þó nokkuð frá sínu besta en henni dugði 4,48 m til sigurs. Best á Dragila innanhúss 4,81. 5.2.2005 00:01
Stærsta endurkoma í sögu Toronto Liðsmenn Toronto Raptors skrifuðu nýjan kafla í sögu félagsins í nótt er þeir komu til baka eftir að hafa verið 22 stigum undir gegn Washington Wizards og unnu, 103-100. Kaflaskil urðu í leiknum þegar bakvörður Wizards, Gilbert Arenas, var útilokaður frá leiknum í þriðja leikhluta, en hann var þá búinn að skora 21 stig. 5.2.2005 00:01
Spánverjar yfir í hálfleik Spánverjar hafa yfir gegn heimamönnum í Túnis í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik, 18-16. Leikurinn er fyrri undanúrslitaleikur dagsins, en í hinum eigast Króatía og Frakkland við. 5.2.2005 00:01
Gylfi hetja Leeds Gylfi Einarsson var hetja Leeds United í dag er hann skoraði eina mark liðsins í sigri á Burnley á útivelli. Markið, sem jafnframt var það fyrsta sem Gylfi skorar fyrir Leeds, kom á 66. mínútu en þá skallaði kappinn fyrirgjöf Aarons Lennon af krafti í netið. 5.2.2005 00:01
Bolton enn á sigurbraut Bolton vann sinn fimmta leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið bar sigurorð af Crystal Palace á útivelli, 0-1. Kevin Nolan skoraði sigurmarkið á 31. mínútu eftir frábæra sókn og fyrirgjöf El Hadji Diouf. Palace átti þó síst minna í leiknum og fór illa með nokkur dauðafæri, en Jussi Jaskelainen, markvörður Bolton var í hörkuformi. 5.2.2005 00:01
Ívar bestur í janúar Ívar Ingimarsson hefur verið útnefndur besti leikmaður Reading í ensku fyrstu deildinni í janúarmánuði en stuðningsmenn liðsins standa að kjörinu í samvinnu við félagið. Ívar fékk meira en helming atkvæðanna. Ívar gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu í haust. 5.2.2005 00:01
Spánverjar í úrslit Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Túnis með sigri á heimamönnum, 33-30, eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Leikurinn var lengstum í járnum en Spánverjar sigu fram úr á síðasta fjórðungi leiksins er leikur Túnisa hrundi. Spánverjar mæta annaðhvort Króötum eða Frökkum í úrslitum. 5.2.2005 00:01
Kæru Jóns Arnars vísað frá Dómstóll KKÍ hefur vísað frá kæru Jóns Arnars Ingvarssonar, þjálfara Breiðabliks, á hendur aganefnd KKÍ og Kristni Óskarssyni körfuknattleiksdómara. Kæran er tilkomin vegna kæru Kristins á hendur Jóni Arnari til aganefndar og úrskurðar aganefndar í kjölfarið en Kristinn sagði í skýrslu eftir leik Njarðvíkur og Breiðabliks í bikarkeppni KKÍ að Jón Arnar hefði látið frá sér fara „ærumeiðandi ummæli“. 5.2.2005 00:01
Jafnt á Anfield Fernando Morientes skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool í jafnmörgum leikjum er hann kom liðinu yfir gegn Fulham á 9. mínútu en hálfleikur stendur nú yfir. Andy Cole jafnaði hins vegar fyrir Fulham með góðu skallamarki sjö mínútum síðar. Markalaust er hjá Manchester United og Birmingham. 5.2.2005 00:01
Eyjastúlkur sigruðu á Nesinu Eyjastúlkur gerðu góð ferð á Seltjarnesið í dag þegar þær lögðu Gróttu/KR með 27 mörkum gegn 24 í DHL-deildinni í handknattleik. Markahæstar í liði ÍBV voru Sofia Pastor og Anastacia Patsion með 6 mörk en Tatjana Zukovska setti 5. Hjá Gróttu/KR var Arna Gunnarsdóttir með 9 mörk, Eva Kristinsdóttir með 5 mörk og Anna Guðmundsdóttir með 3. 5.2.2005 00:01
Bayern eykur forskotið Bayern Munchen jók í dag forskot sitt toppi þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu í þrjú stig. Bayern bar sigurorð af Leverkusen, 2-0, með mörkum frá Roy Makaay og Paulo Guerrero á meðan helstu keppinautar þeirra, Schalke, gerðu 2-2 jafntefli gegn Hansa Rostock. Schalke voru í raun heppnir að ná jafntefli því Ailton jafnaði á 90. mínútu. 5.2.2005 00:01
Öruggt hjá Liverpool og United Manchester United minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í 8 stig með 2-0 sigri á Birmingham á heimavelli í dag. Roy Keane og Wayne Rooney skoruðu mörk United í seinni hálfleik. Liverpool vann sannfærandi 3-1 sigur á Fulham þar sem Sami Hyypia og Milan Baros tryggðu sigurinn í seinni hálfleik. 5.2.2005 00:01
Króatar yfir í hálfleik Heims- og Ólympíumeistarar Króata hafa eins marks forystu í leikhléi í undanúrslitaleik þeirra gegn Frökkum á HM í Túnis, 15-14. Anquetil er markahæstur hjá Frökkum með 4 mörk en leikstjórnandinn snjalli Ivano Balic hefur sett 6 fyrir Króata. Liðið sem sigrar mætir Spánverjum í úrslitaleik mótsins. 5.2.2005 00:01
Þórður og Tryggvi vermdu bekkinn Nýju mennirnir hjá Stoke City, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, sátu á varamannabekknum allan tímann þegar Stoke vann topplið Wigan Athletic óvænt á útivelli í dag. Lokatölur urðu 2-1 og fór Stoke með sigrinum upp í 13. sæti deildarinnar með 41 stig. 5.2.2005 00:01
Blackburn og Chelsea kærð Breska knattspyrnusambandið hefur lagt fram kæru á hendur Blackburn og Chelsea en í leik liðanna á Ewood Park sl. miðvikudag sauð upp úr milli leikmanna eftir að Morten Gamst Pedersen braut á markverðinum Petr Cech. 5.2.2005 00:01
Wenger vill ekki að Chelsea tapi Arsene Wenger vill ekki að Chelsea tapi stigum út af ágreiningi liðanna varðandi Ashley Cole. Samkvæmt breskum dagblöðum á Cole að hafa átt leynilegan fund með Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, á hóteli í London. 5.2.2005 00:01
Sharapova mætir Davenport Úrslitin á Pan Pacific Open tennismótinu í Tókíó ráðast í dag þegar Maria Sharapova og Lindsay Davenport eigast við í úrslitaleik. 5.2.2005 00:01
Króatar í úrslit Heims- og Ólympíumeistarar Króata komust nú fyrir stundu í úrslit á Heimsmeistaramótinu í Túnis með því að leggja Frakka af velli, nokkuð örugglega, 35-32. Eftir slæma byrjun komust Króatar á skrið og náðu forystu um miðjan fyrri hálfleik sem þeir létu aldrei af hendi. Króatar mæta Spánverjum í úrslitum á morgun. 5.2.2005 00:01
Trulli viðurkennir vandræði Toyota Jarmo Trulli, ökumaður Toyota-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi í gær að liðið ætti í vandræðum með nýja bílinn sem Toyota ætlar að notast við á komandi tímabili. Trulli 5.2.2005 00:01
Dagur Sigurðsson sýknaður Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á síðasta ári. 5.2.2005 00:01
Stærsti íþróttaviðburður ársins Í kvöld fer fram úrslitaleikurinn í amerísku NFL-deildinni þar sem keppt verður um ofurskálina svokölluðu, eða Super Bowl. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð ársins og fær úrslitaleikurinn í NFL öllu jöfnu gríðarlegt áhorf út um allan heim. 5.2.2005 00:01
Ekki eðlileg vinnubrögð "Við náum samkomulagi við Víking um að fá að ræða við leikmanninn og að því loknu finnst mér eðlilegt að við fáum okkar tíma til að ræða við hann. Ég vissi af áhuga Keflavíkur og með þær upplýsingar til hliðsjónar fóru af stað samningaviðræður við leikmanninn. Síðan veit ég ekki fyrr en hann er allt í einu búinn að ná munnlegu samkomulagi við Val. Ég bara skil þetta ekki," segir Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR-Sports, en hann er allt annað en sáttur við framkomu varnarmannsins Grétars Sigfinns Sigurðssonar í garð síns gamla félags, KR. Grétar skrifaði í gær undir lánssamning við Val sem gildir út tímabilið og segir Sigurður að með því hafi Grétar farið á bak við sitt gamla félag. "Mér finnst hann hafa komið mjög illa fram við okkur," segir Sigurður. Hann líkir vinnubrögðunum í þessu máli við uppboð þar sem hæstbjóðandi hreppi gullið. 5.2.2005 00:01
Fyrsta markið á heimavelli Manchester United tók á móti Birmingham á Old Trafford í gær. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik en Roy Keane, fyrirliði United, skoraði fyrsta mark leiksins snemma í seinni hálfleik eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo. Markið var merkilegt fyrir þær sakir að þetta var 50. mark Keane fyrir United. 5.2.2005 00:01
Enska landsliðið tilkynnt Stuart Downing, leikmaður Middlesbrough og Andy Johnson, leikmaður Crystal Palace, voru í gær valdir í fyrsta sinn í enska landsliðið sem Sven-Göran Eriksson tilkynnti nú fyrir skömmu. Annars er fátt sem kemur á óvart í vali Eriksson en hópurinn er eftirfarandi: 5.2.2005 00:01
Hneyksli skekur þýska knattspyrnu Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer gerði tilraun til þess að hafa áhrif á úrslit að minnsta kosti sex leikja sem hann dæmdi, segir fulltrúi þýska knattspyrnusambandsins en dómaramútuhneyksli skekur nú þýska knattspyrnu. 4.2.2005 00:01
Akinbiyi í setuverkfall hjá Stoke Ade Akinbiyi, framherji Íslendingaliðsins Stoke City, fór í setuverkfall á skrifstofu John Rugde, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, og krafðist þess að fá að tala við Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann félagsins, að því er fram kemur í samtali hans við staðarblaðið <em>The Sentinel</em>. 4.2.2005 00:01
Heimamenn í undanúrslit Það verða annars vegar Túnis og Spánn og hins vegar Frakkar og heimsmeistarar Króata sem mætast í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Gestgjafarnir Túnisar burstuðu Rússa 35-24 í lokaumferð í milliriðlunum og Spánverjar skelltu Norðmönnum 31-24. 4.2.2005 00:01
Grétar lánaður til Valsmanna Valsmenn halda áfram að styrkja lið sitt fyrir Landsbankadeildina í sumar en Grétar Sigfinnur Sigurðsson, sem sló í gegn með Víkingi í fyrrasumar, hefur verið lánaður til Valsmanna út þessa leiktíð. Jafnframt framlengdi Grétar samning sinn við Víking til ársins 2007. Grétar er sjötti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Val. 4.2.2005 00:01
Jón Arnar keppir í Tallinn Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr FH, ætlar að taka þátt í hinu árlega boðsmóti Erkis Nools sem fram fer í Tallinn í Eistlandi um helgina. Þetta er í áttunda skipti sem boðsmót Erkis Nools er haldið og er Jón Arnar eini keppandinn sem verið hefur með frá upphafi. 4.2.2005 00:01
Montgomerie og Lonard efstir Skotinn Colin Montgomerie og Ástralinn Peter Lonard hafa eins höggs forystu eftir tvo hringi á Opna meistaramótinu í golfi í Melbourne í Ástralíu. Montgomerie og Lonard eru samtals á 9 höggum undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman og Ástralíumaðurinn Jarrod Lyle koma næstir á 8 höggum undir pari. 4.2.2005 00:01
Þriðji tapleikur Keflavíkurkvenna ÍS sigraði Keflavík með 64 stigum gegn 48 í 1. deild kvenna í körfubolta. Þetta var þriðji tapleikur Íslandsmeistara Keflavíkur í röð, eða eftir að Reshea Bristol yfirgaf liðið. Í gær var ljóst að hún kemur ekki aftur til Keflvíkur og því leitar liðið að nýjum bandarískum leikmanni. 4.2.2005 00:01
Rockets unnu Philadelphia Tracy McGrady skroaði 34 stig fyrir Houston Rockets sem sigruðu Philadelphia 76ers 118-85. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadephia. Á meðal annarra úrslita má nefna að Boston skellti New Jersey 110-89, Dallas sigraði New Orleans 90-82 og Sacramento bar sigurorð af Golden State með 111 stigum gegn 107 í framlengdnum leik. 4.2.2005 00:01
Jackson aftur í bann Stephen Jackson, framherji Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum, var dæmdur í eins leiks bann fyrir að kýta við dómara í leik gegn Toronto Raptors. 4.2.2005 00:01
United með næststærsta völlinn Forráðamenn Manchester United hafa fengið leyfi til að stækka heimavöll liðsins, Old Trafford. Eftir stækkunina mun Old Trafford geta rúmað um 76 þúsund áhorfendur eða 7.900 fleiri en komast á völlinn í dag. 4.2.2005 00:01
Ming efstur í kosningu NBA Byrjunarlið NBA-stjörnuleiksins voru tilkynnt í fyrradag. Fyrir hönd vesturdeildarinnar verða bakverðirnir Kobe Bryant og Tracy McGrady, framherjarnir Kevin Garnett og Tim Duncan, og miðherjinn Yao Ming. 4.2.2005 00:01
Smith hættur í NFL Emmitt Smith, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, ákvað að leggja skóna á hilluna eftir 15 ára feril. 4.2.2005 00:01
Sharapova í undanúrslit í Tókíó Tennisdrottningin Maria Sharapova bar sigurorð af hinni rússnesku Elenu Likhovtseva á Pan Pacific Open í Tókýó í fyrradag. 4.2.2005 00:01
O´Sullivan tapaði á Open Malta <font face="Helv"> Ronnie O´Sullivan, sem situr í efsta sæti heimslistans í snóker, beið afhroð gegn Graeme Dott á Opna Möltumótinu. </font> 4.2.2005 00:01
Árni Þór til Göppingen Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Þórs í handknattleik, er á leið til þýska liðsins Göppingen en forráðamenn liðsðins hafa sýnt Árna mikinn áhuga. 4.2.2005 00:01
Methagnaður hjá KSÍ Ársreikningar Knattspyrnusambands Íslands voru birtir á blaðamannafundi í gær og þar kom fram að afkoma sambandsins var með ágætum á síðasta ári. 4.2.2005 00:01
Kostelic varði gullið Króatíska skíðakonan Janica Kostelic varði í dag titil sinn á heimsmeistaramótinu í alpatvíkeppni sem fram fór í Santa Caterina á Ítalíu. Kostelic náði tímanum 2:53.70 eftir þrautir dagsins, sem samanstóðu af bruni um morguninn og tveimur svigferðum síðar um daginn. Hin sænska Anja Paerson varð önnur á 2:55.15. 4.2.2005 00:01
Júlíus Jónasson ósáttur Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær 4.2.2005 00:01
Zidane hættir árið 2007 Franski snillingurinn Zinedine Zidane sagði í viðtali við Cana Plus sjónvarpstöðina í dag að hann myndi leggja skóna á hilluna sumarið 2007, þegar samningur hans við Real Madrid rennur út. 4.2.2005 00:01
Keisarinn vill lífstíðarbann Þýska fótboltagoðsögnin Franz "Keisari" Beckenbauer vill að þeir dómarar og leikmenn sem viðriðnir eru stóra mútumálið, sem skekur þýska knattspyrnu þessa dagana, verði dæmdir í lífstíðarbann frá knattspyrnu. Einungis þannig, segir Keisarinn, verður komið í veg fyrir að þýsk knattspyrna skaðist frekar. 4.2.2005 00:01