Sport

Blackburn og Chelsea kærð

Breska knattspyrnusambandið hefur lagt fram kæru á hendur Blackburn og Chelsea en í leik liðanna á Ewood Park sl. miðvikudag sauð upp úr milli leikmanna eftir að Morten Gamst Pedersen braut á markverðinum Petr Cech. Samherji Pedersen, miðvallarleikmaðurinn Claude Makelele blandaði sér í málið sem varð til þess að fleiri leikmenn fylgdu í kjölfarið. Félögin tvö hafa frest fram til morgundagsins til að ganga við kærunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×