Sport

Þórður og Tryggvi vermdu bekkinn

Nýju mennirnir hjá Stoke City, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson, sátu á varamannabekknum allan tímann þegar Stoke vann topplið Wigan Athletic óvænt á útivelli í dag. Lokatölur urðu 0-1 og fór Stoke með sigrinum upp í 13. sæti deildarinnar með 41 stig. Ívar Ingimarsson og Bjarni Guðjónsson öttu kappi í leik Reading gegn Plymouth sem lauk með markalausu jafntefli. Báðir léku þeir allan leikinn sem og Jóhannes Karl Guðjónsson í liði Leicester sem gerði jafntefli við Crewe á heimavelli. Heiðar Helgusson var að venju í liði Watford, sem sigraði Gillingham örugglega, 2-0. Watford er í 14 sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Stoke.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×