Sport

Davenport og Sharapova í úrslit

Tenniskonan Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum komst í nótt í úrslit á Opna Pan Pacific-mótinu sem fram fer í Tókyo. Davenport, sem er efst á heimslistanum, vann hina rússnesku Svetlönu Kuznetzovu 6-1 og 7-6 í undanúrslitum en Davenport hefur titil að verja á mótinu. Davenport mætir Wimbledon-meistaranum Mariu Sharapovu í úrslitum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×