Sport

United með næststærsta völlinn

Forráðamenn Manchester United hafa fengið leyfi til að stækka heimavöll liðsins, Old Trafford. Eftir stækkunina mun Old Trafford geta rúmað um 76 þúsund áhorfendur eða 7.900 fleiri en komast á völlinn í dag. "Þetta mun koma öllum tli góðs," sagði Phil Townsend sem situr í stjórn United-liðsins. Með breytingunum verður Old Trafford næststærsti leikvangur Englands á eftir nýja Wembley sem tekur 90 þúsund manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×