Fleiri fréttir Vieri í Skagaham <font face="Helv">Ítalski framherjinn Christian Vieri rauk út af blaðamannafundi eldrauður í framan og fjúkandi illur eftir að ítalskir fjölmiðlamenn fullyrtu að andinn innan ítalska liðsins væri ekki upp á það allra besta. Þeir fullyrtu að Vieri og markvörðurinn, Gianluigi Buffon, hefðu lent í rifrildi fyrir leikinn gegn Svíum sem endaði 1-1. </font> 20.6.2004 00:01 Olic slapp með skrekkinn Króatíski landsliðsframherjinn Ivica Olic féll á lyfjaprófi sem hann var látinn taka eftir 2-2 jafnteflisleikinn frábæra gegn Frökkum á dögunum. Þrátt fyrir það var hann ekki dæmdur í leikbann þar sem brotið var ekki talið sérlega alvarlegt. 20.6.2004 00:01 Schumacher enn og aftur Þýski ökuþórinn Michael Schumacher vann enn einn sigurinn í Formúla 1 kappakstrinum sem fram fór um helgina í Indianapolis í Bandaríkjunum. Yfirburðir Schumachers og Ferrari eru orðnir svo miklir að það hálfa væri nóg. 20.6.2004 00:01 100% nýting hjá Þór/KA/KS Eyjastúlkur riðu ekki feitum hesti frá Akureyri þegar þær mættu Þór/KA/KS í gær. Heimastúlkur komust yfir í lok fyrri hálfleiks með marki Laufeyjar Björnsdóttur og héldu því þar til 93 mínútur voru komnar á vallarklukkuna en þá jafnaði Erna Dögg Sigurjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu frá Olgu Færseth við vítateigslínuna. 20.6.2004 00:01 Markov pollrólegur Þjálfari Búlgara, Plamen Markov, fullyrðir að hann sé ekki með áhyggjur varðandi framtíð hans í starfi. Orðrómur frá Búlgaríu er á þann veginn að Markov verði rekinn þegar EM lýkur en Búlgarar hafa tapað báðum leikjum sínum, fyrst gegn Svíum og svo gegn Dönum og hafa enn ekki náð að skora. 20.6.2004 00:01 Fín staða Fylkis Fylkismenn voru óheppnir að tapa fyrir belgíska liðinu Gent í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í gær. Fylkir var sterkari aðilinn allan leikinn en Gent skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu. 20.6.2004 00:01 Grikkir áfram þrátt fyrir tap Rússar hysjuðu upp um sig brækurnar í síðasta leik sínum á EM í Portúgal þegar þeir báru sigurorð af Grikkjum, 2-1, í gærkvöld. Þeir áttu ekki möguleika á að komast áfram úr riðlinum en vildu auðvitað fyrir alla muni bjarga því litla sem eftir var af andlitinu eftir töp gegn Spánverjum og Portúgölum. 20.6.2004 00:01 Eriksson tekur Owen ekki út Sven-Göran Eriksson segist ekki ætla að taka Michael Owen úr byrjunarliði enska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Króötum í kvöld. Owen hefur ekki náð sér á strik í fyrstu tveimur leikjum Englands í keppninni og vilja stuðningsmenn enska liðsins fá Darius Vassell inn í liðið. 20.6.2004 00:01 Nuno Gomes hetja Portúgala Portúgalar tryggðu sig áfram í átta liða úrslitin á EM í gærkvöld með naumum 1-0 sigri á nágrönnum sínum, Spánverjum. Mikil spenna var í riðlinum fyrir leikinn og með jafntefli hefðu Spánverjar komist áfram en gestgjafarnir ekki. 20.6.2004 00:01 Mjög sáttur með heildarsvipinn Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum hafnaði í fimmta sæti í karlaflokki og því sjöunda í kvennaflokki á Evrópubikarmótinu sem haldið var á Laugardalsvelli um helgina. Guðmundur Karlsson landsliðsþjálfari kveðst mjög sáttur en um er að ræða sterkasta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi. 20.6.2004 00:01 Heiðar vann á velsku golfmóti Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GK, heldur áfram að gera það gott og um helgina sigraði hann á opna velska áhugamannamótinu í golfi. Heiðar Davíð lék lokahringinn á 76 högg-um en bestum árangri náði hann á öðrum og þriðja degi þar sem hann lék á 69 höggum. 20.6.2004 00:01 Enskir glíma við meiðsli Fjórir lykilmenn enska landsliðsins æfðu ekki með liðinu í gær vegna meiðsla sem þeir hlutu í leiknum gegn Sviss. 19.6.2004 00:01 Eriksson segir að Owen muni vakna Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, segist sannfærður um að Micheal Owen muni ná að rífa sig upp úr þeim öldudal sem hann hefur verið í það sem af er Evrópumótinu. 19.6.2004 00:01 Eitt fréttir Bylgjunnar Stærsta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi hefst á Laugardalsvellinum í dag. Keppni í a-riðli 2. deildar Evrópubikarkeppninnar byrjar klukkan 14 með sleggjukasti. Alls verður keppt í 21 grein í dag m.a. í stangarstökkvi kvenna en þar er Þórey Edda Elísdóttir sigurstranglegust. 8-lið keppa í karlaflokki og jafnmörg lið í kvennaflokki. 19.6.2004 00:01 Lizarazu óánægður með sitt lið Bixente Lizarazu, leikmaður núverandi Evrópumeistara Frakka, segir að lið sitt sé ekki líklegt til afreka á EM í Portúgal eftir tvo slaka leiki. 19.6.2004 00:01 Kahn heiðursborgari fyrir mistök Oliver Kahn, markvörður þýska knattspyrnulandsliðsins, verður gerður að heiðursborgara í Lettlandi, ef hann gerir glappaskot í þýska markinu, sem verði til að Lettar skori mark í leik þjóðanna í dag. Þetta segir sendiherra Letta í Berlín. 19.6.2004 00:01 Króatar óttast Rooney Wayne Rooney er sá leikmaður sem Króatar óttast manna mest fyrir hinn gríðarlega mikilvæga leik þjóðanna á mánudag. 19.6.2004 00:01 Benitez mikill aðdáandi Cisse Hinn nýráðni framkvæmdastjóri hjá Liverpool, Rafael Benitez, segist hafa haft auga með franska sóknarmanninum Djibril Cisse, sem einmitt er væntanlegur á Anfield í sumar og að hann sé mikill aðdáandi hans. 19.6.2004 00:01 Þórey og Silja unnu sínar greinar Þórey Edda Elísdóttir og Silja Úlafrsdóttir báru sigur úr býtum í sínum greinum á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer á Laugardalsvellinum um helgina. Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega á þessum fyrri keppnisdegi og fjölmörg persónuleg met féllu. 19.6.2004 00:01 Los Angeles Lakers liðast í sundur Lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta er að liðast í sundur en liðið tapaði eins og kunnugt er úrslitaeinvíginu gegn Detroit mjög óvænt, 1-4, á dögunum. Í dag héldu áföllin áfram að dynja á liðinu, Phil Jackson hætti sem þjálfari, Kobe Bryant losaði sig frá samningi og Shaquille o´Neal fór fram á að vera skipt frá félaginu. 19.6.2004 00:01 Þýskaland og Lettland skildu jöfn Möguleikar Þjóðverja á að komast í 8-liða úrslit EM minnkuðu talsvert í kvöld þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn baráttuglöðum Lettum, sem hlutu að launum sitt fyrsta stig á stórmóti í knattspyrnu. 19.6.2004 00:01 Eriksson finnst Rooney sá besti Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Wayne Rooney sé besti og hæfileikaríkasti ungi leikmaður sem hann hafi nokkurn tíma þjálfað. 19.6.2004 00:01 Frábær fyrri dagur hjá Íslandi Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum náði frábærum árangri á fyrri degi Evrópubikarmótsins sem fer fram á Laugardalsvellinum um helgina. 19.6.2004 00:01 Fylkir mætir Gent í kvöld Fylkismenn mæta Belgíska liðinu Gent í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu í kvöld ytra. Að sögn Þorláks Árnasonar, þjálfara liðsins, fóru allir leikmenn liðsins með til Belgíu, að undanskildum Þorbirni Atla Sveinssyni sem á við meiðsli að stríða. 19.6.2004 00:01 Benitez ræðir við Gerrard Rafael Benitez, nýráðinn knattspyrnustjóri Liverpool, flaug í gær til Portúgals þar sem hann ætlar að hitta Steven Gerrard, miðjumann liðsins, og reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool. </font /> 19.6.2004 00:01 Ótrúlegur leikur Holland og Tékkland buðu áhorfendum upp á einn magnaðasta knattspyrnuleik sem spilaður hefur verið fyrr og síðar í kvöld þegar liðin áttust við í B-riðli EM. Lokatölurnar urðu 3–2 Tékkum í vil og skoraði Vladimir Smicer sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. 19.6.2004 00:01 Figo ætlar að gefa allt sem hann á Luis Figo segist ákveðinn í því að láta leikinn gegn Spánverjum í dag ekki verða þann síðasta sem hann spilar í skyrtu portúgalska landsliðsins. 19.6.2004 00:01 Frei segist saklaus Alexander Frei, sóknarmaður svissneska landsliðsins, neitar að hafa hrækt á Steven Gerrard, miðjumann enska landsliðsins, í leik liðanna á fimmtudag. 19.6.2004 00:01 Rooney rændur öðru markinu sínu Hinn 18 ára Wayne Rooney á að hættu að missa annað markið sem hann skoraði gegn Sviss í gær en tækninefnd UEFA er að skoða myndir af markinu til þess að meta hvort að það hafi verið um sjálfsmark að ræða. 18.6.2004 00:01 Ein breyting hjá Dönum Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur gert eina breytingu á byrjunarliði sínu frá því í leiknum gegn Ítölum á mánudaginn fyrir leikinn gegn Búlgörum í dag. Miðjumaðurinn Thomas Gravesen kemur inn fyrir Christian Poulsen, fórnarlamb slummunar frá Francesco Totti. 18.6.2004 00:01 Flautað til leiks síðla kvölds KR-ingar ætla ekki að láta Evrópumótið í knattspyrnu hafa áhrif á aðsókn að leikjum liðsins í Landsbankadeild karla. Þeir hafa fengið leik liðsins geng Fram á mánudaginn færðan aftur til kl. 21 í stað hins venjulega leiktíma, 19.15, vegna landsleiks Englands og Króatíu sem fer fram sama kvöld og ræður úrslitum hvort liðið fer áfram í átta liða úrslit. 18.6.2004 00:01 Rooney fær að eiga seinna markið Wayne Rooney mun fá að halda seinna marki sínu gegn Sviss eftir allt saman en tækninefnd UEFA var með markið til skoðunar á fundi sínum í dag. Markið sem þótti ástæða til að ræða á fundi tækninefndarinnar skoraði Rooney á 75. mínútu í 3-0 sigri Englendinga á Sviss. 18.6.2004 00:01 Rússar vilja bjarga andlitinu Rússar, sem eiga ekki lengur möguleika á að komast í átta liða úrslit á EM eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum gegn Spánverjum og Portúgölum, hafa ekki í hyggju að tapa þriðja leiknum í röð og þar með öllum leikjunum. Þeir eiga eftir að spila gegn Grikkjum en sá leikur fer fram á sunnudag. 18.6.2004 00:01 Danir á toppi C-riðils Danir skutu sér á topp C-riðils Evrópumótsins í fótbolta í dag þegar þeir lögðu Búlgara að velli, 2-0, í Braga. Danir léku sér að Búlgörum eins og köttur af mús, voru mikið meira með boltann og sköpuðu sér fjölda færa. Eina framlag Búlgara í þessum leik var öflug spjaldasöfnun en liðið fékk alls sjö gul spjöld og eitt rautt. 18.6.2004 00:01 Cassano inn fyrir Totti Giovanni Trapattoni leitaði ekki langt yfir skammt til að finna manninn til að taka við af Francesco Totti sem framliggjandi miðjumaður liðsins en Totti var sem frægt er dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Danann Christian Poulsen. Antonio Cassano, félagi Totti hjá Roma, fær það vandasama hlutverk að taka við af honum. 18.6.2004 00:01 Zidane er foringinn hjá Frökkum Þrátt fyrir að Marcel Desailly sé enn fyrirliði hjá Frökkum þá er það snillingurinn Zinedine Zidane sem er forningi liðsins. Það fékkst staðfest í leiknum gegn Króötum. 18.6.2004 00:01 Olsen hrósar Grönkjær Morten Olsen, þjálfari Dana, hrósaði karakter Jespers Grönkjær eftir leikinn gegn Búlgörum í dag en Grönkjær missti móður sína í síðsutu viku og er nýkominn til Portúgals. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði seinna mark Dana í leiknum. 18.6.2004 00:01 Torres vill feta í fótspor Rooneys Fernando Torres, hinn tvítugi framherji Spánverja, vill gjarnan feta í fótspor enska ungstirnisins Wayne Rooney og sanna að hann eigi heima í hópi efnilegustu framherja heims. 18.6.2004 00:01 Hæll Zlatans gerði Ítölum grikk Zlatan Ibrahimovic, framherjinn frábæri hjá Svíum, tryggði sínum mönnum eitt stig gegn Ítölum í kvöld í leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins fimm mínútum fyrir leikslok. 18.6.2004 00:01 Breyttir tímar hjá Spánverjum Spánverjar mæta til leiks gegn Portúgal á sunnudaginn með þá staðreynd á bakinu að þeim hefur gengið illa gegn gestgjöfum á stórmótum undanfarin ár. Spánverjar mega ekki tapa leiknum því þá er ansi líklegt að þeir komist ekki áfram og leikmenn liðsins segjast ætla að brjóta þau álög sem hafa verið á liðinu. 18.6.2004 00:01 Getum sent Englendinga heim Króatíski markvörðurinn Tomislav Butina segist fullviss um að Króatar geti sent Englendinga heim eftir lokaleik liðanna í B-riðli á mánudaginn. Butina telur að leikurinn gegn Frökkum á fimmtudaginn hafi sýnt króatíska liðinu hversu öflugt það er í raun og veru og þeim sé ekkert ómögulegt. 18.6.2004 00:01 Frasarnir óspart notaðir Leikmenn Portúgala eru orðnir ansi klókir í að koma sér undan erfiðum spurningum fréttamanna, við litlar vinsældir þeirra eins og við mátti búast. 18.6.2004 00:01 Thompson hættur hjá Liverpool Phil Thompson hefur lokið keppni hjá Liverpool. Ákvörðunin kemur í kjölfarið á ráðningu Rafaels Benitez sem nýs framkvæmdastjóra hjá Liverpool. 18.6.2004 00:01 Metinn á 45 milljónir punda Everton er búið að skella 45 milljón punda verðmiða á Wayne Rooney, sem slegið hefur rækilega í gegn á EM í Portúgal. Mörg stórlið hafa verið orðuð við unglingspiltinn geðprúða og gullfallega og þar hafa helst verið nefnd til sögunnar lið Manchester United og Chelsea. 18.6.2004 00:01 Ekki benda á mig Marcel Desailly, leikmaður Frakka, neitar því alfarið að annað mark Króata, sem Dado Prso gerði, hafi verið honum að kenna. Desailly kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst af fyrsta leiknum gegn Englendingum vegna meiðsla. 18.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vieri í Skagaham <font face="Helv">Ítalski framherjinn Christian Vieri rauk út af blaðamannafundi eldrauður í framan og fjúkandi illur eftir að ítalskir fjölmiðlamenn fullyrtu að andinn innan ítalska liðsins væri ekki upp á það allra besta. Þeir fullyrtu að Vieri og markvörðurinn, Gianluigi Buffon, hefðu lent í rifrildi fyrir leikinn gegn Svíum sem endaði 1-1. </font> 20.6.2004 00:01
Olic slapp með skrekkinn Króatíski landsliðsframherjinn Ivica Olic féll á lyfjaprófi sem hann var látinn taka eftir 2-2 jafnteflisleikinn frábæra gegn Frökkum á dögunum. Þrátt fyrir það var hann ekki dæmdur í leikbann þar sem brotið var ekki talið sérlega alvarlegt. 20.6.2004 00:01
Schumacher enn og aftur Þýski ökuþórinn Michael Schumacher vann enn einn sigurinn í Formúla 1 kappakstrinum sem fram fór um helgina í Indianapolis í Bandaríkjunum. Yfirburðir Schumachers og Ferrari eru orðnir svo miklir að það hálfa væri nóg. 20.6.2004 00:01
100% nýting hjá Þór/KA/KS Eyjastúlkur riðu ekki feitum hesti frá Akureyri þegar þær mættu Þór/KA/KS í gær. Heimastúlkur komust yfir í lok fyrri hálfleiks með marki Laufeyjar Björnsdóttur og héldu því þar til 93 mínútur voru komnar á vallarklukkuna en þá jafnaði Erna Dögg Sigurjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu frá Olgu Færseth við vítateigslínuna. 20.6.2004 00:01
Markov pollrólegur Þjálfari Búlgara, Plamen Markov, fullyrðir að hann sé ekki með áhyggjur varðandi framtíð hans í starfi. Orðrómur frá Búlgaríu er á þann veginn að Markov verði rekinn þegar EM lýkur en Búlgarar hafa tapað báðum leikjum sínum, fyrst gegn Svíum og svo gegn Dönum og hafa enn ekki náð að skora. 20.6.2004 00:01
Fín staða Fylkis Fylkismenn voru óheppnir að tapa fyrir belgíska liðinu Gent í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í gær. Fylkir var sterkari aðilinn allan leikinn en Gent skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu. 20.6.2004 00:01
Grikkir áfram þrátt fyrir tap Rússar hysjuðu upp um sig brækurnar í síðasta leik sínum á EM í Portúgal þegar þeir báru sigurorð af Grikkjum, 2-1, í gærkvöld. Þeir áttu ekki möguleika á að komast áfram úr riðlinum en vildu auðvitað fyrir alla muni bjarga því litla sem eftir var af andlitinu eftir töp gegn Spánverjum og Portúgölum. 20.6.2004 00:01
Eriksson tekur Owen ekki út Sven-Göran Eriksson segist ekki ætla að taka Michael Owen úr byrjunarliði enska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Króötum í kvöld. Owen hefur ekki náð sér á strik í fyrstu tveimur leikjum Englands í keppninni og vilja stuðningsmenn enska liðsins fá Darius Vassell inn í liðið. 20.6.2004 00:01
Nuno Gomes hetja Portúgala Portúgalar tryggðu sig áfram í átta liða úrslitin á EM í gærkvöld með naumum 1-0 sigri á nágrönnum sínum, Spánverjum. Mikil spenna var í riðlinum fyrir leikinn og með jafntefli hefðu Spánverjar komist áfram en gestgjafarnir ekki. 20.6.2004 00:01
Mjög sáttur með heildarsvipinn Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum hafnaði í fimmta sæti í karlaflokki og því sjöunda í kvennaflokki á Evrópubikarmótinu sem haldið var á Laugardalsvelli um helgina. Guðmundur Karlsson landsliðsþjálfari kveðst mjög sáttur en um er að ræða sterkasta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi. 20.6.2004 00:01
Heiðar vann á velsku golfmóti Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GK, heldur áfram að gera það gott og um helgina sigraði hann á opna velska áhugamannamótinu í golfi. Heiðar Davíð lék lokahringinn á 76 högg-um en bestum árangri náði hann á öðrum og þriðja degi þar sem hann lék á 69 höggum. 20.6.2004 00:01
Enskir glíma við meiðsli Fjórir lykilmenn enska landsliðsins æfðu ekki með liðinu í gær vegna meiðsla sem þeir hlutu í leiknum gegn Sviss. 19.6.2004 00:01
Eriksson segir að Owen muni vakna Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, segist sannfærður um að Micheal Owen muni ná að rífa sig upp úr þeim öldudal sem hann hefur verið í það sem af er Evrópumótinu. 19.6.2004 00:01
Eitt fréttir Bylgjunnar Stærsta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi hefst á Laugardalsvellinum í dag. Keppni í a-riðli 2. deildar Evrópubikarkeppninnar byrjar klukkan 14 með sleggjukasti. Alls verður keppt í 21 grein í dag m.a. í stangarstökkvi kvenna en þar er Þórey Edda Elísdóttir sigurstranglegust. 8-lið keppa í karlaflokki og jafnmörg lið í kvennaflokki. 19.6.2004 00:01
Lizarazu óánægður með sitt lið Bixente Lizarazu, leikmaður núverandi Evrópumeistara Frakka, segir að lið sitt sé ekki líklegt til afreka á EM í Portúgal eftir tvo slaka leiki. 19.6.2004 00:01
Kahn heiðursborgari fyrir mistök Oliver Kahn, markvörður þýska knattspyrnulandsliðsins, verður gerður að heiðursborgara í Lettlandi, ef hann gerir glappaskot í þýska markinu, sem verði til að Lettar skori mark í leik þjóðanna í dag. Þetta segir sendiherra Letta í Berlín. 19.6.2004 00:01
Króatar óttast Rooney Wayne Rooney er sá leikmaður sem Króatar óttast manna mest fyrir hinn gríðarlega mikilvæga leik þjóðanna á mánudag. 19.6.2004 00:01
Benitez mikill aðdáandi Cisse Hinn nýráðni framkvæmdastjóri hjá Liverpool, Rafael Benitez, segist hafa haft auga með franska sóknarmanninum Djibril Cisse, sem einmitt er væntanlegur á Anfield í sumar og að hann sé mikill aðdáandi hans. 19.6.2004 00:01
Þórey og Silja unnu sínar greinar Þórey Edda Elísdóttir og Silja Úlafrsdóttir báru sigur úr býtum í sínum greinum á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer á Laugardalsvellinum um helgina. Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega á þessum fyrri keppnisdegi og fjölmörg persónuleg met féllu. 19.6.2004 00:01
Los Angeles Lakers liðast í sundur Lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta er að liðast í sundur en liðið tapaði eins og kunnugt er úrslitaeinvíginu gegn Detroit mjög óvænt, 1-4, á dögunum. Í dag héldu áföllin áfram að dynja á liðinu, Phil Jackson hætti sem þjálfari, Kobe Bryant losaði sig frá samningi og Shaquille o´Neal fór fram á að vera skipt frá félaginu. 19.6.2004 00:01
Þýskaland og Lettland skildu jöfn Möguleikar Þjóðverja á að komast í 8-liða úrslit EM minnkuðu talsvert í kvöld þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn baráttuglöðum Lettum, sem hlutu að launum sitt fyrsta stig á stórmóti í knattspyrnu. 19.6.2004 00:01
Eriksson finnst Rooney sá besti Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Wayne Rooney sé besti og hæfileikaríkasti ungi leikmaður sem hann hafi nokkurn tíma þjálfað. 19.6.2004 00:01
Frábær fyrri dagur hjá Íslandi Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum náði frábærum árangri á fyrri degi Evrópubikarmótsins sem fer fram á Laugardalsvellinum um helgina. 19.6.2004 00:01
Fylkir mætir Gent í kvöld Fylkismenn mæta Belgíska liðinu Gent í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu í kvöld ytra. Að sögn Þorláks Árnasonar, þjálfara liðsins, fóru allir leikmenn liðsins með til Belgíu, að undanskildum Þorbirni Atla Sveinssyni sem á við meiðsli að stríða. 19.6.2004 00:01
Benitez ræðir við Gerrard Rafael Benitez, nýráðinn knattspyrnustjóri Liverpool, flaug í gær til Portúgals þar sem hann ætlar að hitta Steven Gerrard, miðjumann liðsins, og reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool. </font /> 19.6.2004 00:01
Ótrúlegur leikur Holland og Tékkland buðu áhorfendum upp á einn magnaðasta knattspyrnuleik sem spilaður hefur verið fyrr og síðar í kvöld þegar liðin áttust við í B-riðli EM. Lokatölurnar urðu 3–2 Tékkum í vil og skoraði Vladimir Smicer sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. 19.6.2004 00:01
Figo ætlar að gefa allt sem hann á Luis Figo segist ákveðinn í því að láta leikinn gegn Spánverjum í dag ekki verða þann síðasta sem hann spilar í skyrtu portúgalska landsliðsins. 19.6.2004 00:01
Frei segist saklaus Alexander Frei, sóknarmaður svissneska landsliðsins, neitar að hafa hrækt á Steven Gerrard, miðjumann enska landsliðsins, í leik liðanna á fimmtudag. 19.6.2004 00:01
Rooney rændur öðru markinu sínu Hinn 18 ára Wayne Rooney á að hættu að missa annað markið sem hann skoraði gegn Sviss í gær en tækninefnd UEFA er að skoða myndir af markinu til þess að meta hvort að það hafi verið um sjálfsmark að ræða. 18.6.2004 00:01
Ein breyting hjá Dönum Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur gert eina breytingu á byrjunarliði sínu frá því í leiknum gegn Ítölum á mánudaginn fyrir leikinn gegn Búlgörum í dag. Miðjumaðurinn Thomas Gravesen kemur inn fyrir Christian Poulsen, fórnarlamb slummunar frá Francesco Totti. 18.6.2004 00:01
Flautað til leiks síðla kvölds KR-ingar ætla ekki að láta Evrópumótið í knattspyrnu hafa áhrif á aðsókn að leikjum liðsins í Landsbankadeild karla. Þeir hafa fengið leik liðsins geng Fram á mánudaginn færðan aftur til kl. 21 í stað hins venjulega leiktíma, 19.15, vegna landsleiks Englands og Króatíu sem fer fram sama kvöld og ræður úrslitum hvort liðið fer áfram í átta liða úrslit. 18.6.2004 00:01
Rooney fær að eiga seinna markið Wayne Rooney mun fá að halda seinna marki sínu gegn Sviss eftir allt saman en tækninefnd UEFA var með markið til skoðunar á fundi sínum í dag. Markið sem þótti ástæða til að ræða á fundi tækninefndarinnar skoraði Rooney á 75. mínútu í 3-0 sigri Englendinga á Sviss. 18.6.2004 00:01
Rússar vilja bjarga andlitinu Rússar, sem eiga ekki lengur möguleika á að komast í átta liða úrslit á EM eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum gegn Spánverjum og Portúgölum, hafa ekki í hyggju að tapa þriðja leiknum í röð og þar með öllum leikjunum. Þeir eiga eftir að spila gegn Grikkjum en sá leikur fer fram á sunnudag. 18.6.2004 00:01
Danir á toppi C-riðils Danir skutu sér á topp C-riðils Evrópumótsins í fótbolta í dag þegar þeir lögðu Búlgara að velli, 2-0, í Braga. Danir léku sér að Búlgörum eins og köttur af mús, voru mikið meira með boltann og sköpuðu sér fjölda færa. Eina framlag Búlgara í þessum leik var öflug spjaldasöfnun en liðið fékk alls sjö gul spjöld og eitt rautt. 18.6.2004 00:01
Cassano inn fyrir Totti Giovanni Trapattoni leitaði ekki langt yfir skammt til að finna manninn til að taka við af Francesco Totti sem framliggjandi miðjumaður liðsins en Totti var sem frægt er dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Danann Christian Poulsen. Antonio Cassano, félagi Totti hjá Roma, fær það vandasama hlutverk að taka við af honum. 18.6.2004 00:01
Zidane er foringinn hjá Frökkum Þrátt fyrir að Marcel Desailly sé enn fyrirliði hjá Frökkum þá er það snillingurinn Zinedine Zidane sem er forningi liðsins. Það fékkst staðfest í leiknum gegn Króötum. 18.6.2004 00:01
Olsen hrósar Grönkjær Morten Olsen, þjálfari Dana, hrósaði karakter Jespers Grönkjær eftir leikinn gegn Búlgörum í dag en Grönkjær missti móður sína í síðsutu viku og er nýkominn til Portúgals. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði seinna mark Dana í leiknum. 18.6.2004 00:01
Torres vill feta í fótspor Rooneys Fernando Torres, hinn tvítugi framherji Spánverja, vill gjarnan feta í fótspor enska ungstirnisins Wayne Rooney og sanna að hann eigi heima í hópi efnilegustu framherja heims. 18.6.2004 00:01
Hæll Zlatans gerði Ítölum grikk Zlatan Ibrahimovic, framherjinn frábæri hjá Svíum, tryggði sínum mönnum eitt stig gegn Ítölum í kvöld í leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins fimm mínútum fyrir leikslok. 18.6.2004 00:01
Breyttir tímar hjá Spánverjum Spánverjar mæta til leiks gegn Portúgal á sunnudaginn með þá staðreynd á bakinu að þeim hefur gengið illa gegn gestgjöfum á stórmótum undanfarin ár. Spánverjar mega ekki tapa leiknum því þá er ansi líklegt að þeir komist ekki áfram og leikmenn liðsins segjast ætla að brjóta þau álög sem hafa verið á liðinu. 18.6.2004 00:01
Getum sent Englendinga heim Króatíski markvörðurinn Tomislav Butina segist fullviss um að Króatar geti sent Englendinga heim eftir lokaleik liðanna í B-riðli á mánudaginn. Butina telur að leikurinn gegn Frökkum á fimmtudaginn hafi sýnt króatíska liðinu hversu öflugt það er í raun og veru og þeim sé ekkert ómögulegt. 18.6.2004 00:01
Frasarnir óspart notaðir Leikmenn Portúgala eru orðnir ansi klókir í að koma sér undan erfiðum spurningum fréttamanna, við litlar vinsældir þeirra eins og við mátti búast. 18.6.2004 00:01
Thompson hættur hjá Liverpool Phil Thompson hefur lokið keppni hjá Liverpool. Ákvörðunin kemur í kjölfarið á ráðningu Rafaels Benitez sem nýs framkvæmdastjóra hjá Liverpool. 18.6.2004 00:01
Metinn á 45 milljónir punda Everton er búið að skella 45 milljón punda verðmiða á Wayne Rooney, sem slegið hefur rækilega í gegn á EM í Portúgal. Mörg stórlið hafa verið orðuð við unglingspiltinn geðprúða og gullfallega og þar hafa helst verið nefnd til sögunnar lið Manchester United og Chelsea. 18.6.2004 00:01
Ekki benda á mig Marcel Desailly, leikmaður Frakka, neitar því alfarið að annað mark Króata, sem Dado Prso gerði, hafi verið honum að kenna. Desailly kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst af fyrsta leiknum gegn Englendingum vegna meiðsla. 18.6.2004 00:01