Sport

Ekki benda á mig

Marcel Desailly, leikmaður Frakka, neitar því alfarið að annað mark Króata, sem Dado Prso gerði, hafi verið honum að kenna. Desailly kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst af fyrsta leiknum gegn Englendingum vegna meiðsla. Margir voru á því að hann hafi haft lítið að gera í byrjunarliðið og að hans tími með landsliðinu sé einfaldlega liðinn. Markið hjá Prso virtist alfarið á ábyrgð Desailly en það er hann ekki að skrifa undir: "Í seinna marki þeirra er ég á boltanum, ég stökk en ég missti einfaldlega af honum. Svoleiðis getur alltaf gerst. Það er hægt að greina þetta atvik niður í smæstu einingar en ég get ekki dæmt um þetta," sagði Desailly.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×