Sport

Þórey og Silja unnu sínar greinar

Þórey Edda Elísdóttir og Silja Úlafrsdóttir báru sigur úr bítum í sínum greinum á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer á Laugardalsvellinum um helgina. Þórey stökk 4,20 metra í stangarstökki og sigraði örugglega, en hún felldi 4,42 metra í þrígang eftir að hún hafði tryggt sér sigurinn. Silja sigraði í 400 grindahlaupi á 59,24 sekúndum. Þá bætti Sunna Gestsdóttur sinn persónulega árangur í 100 metra hlaupi, hljóp á 11,75 sekúndum, en vindur var yfir leyfilegum mörkum og því fæst tíminn ekki staðfestur. Sunna hafnaði í fjórða sæti í hlaupinu. Af öðrum keppendum má nefna að Bergur Ingi Pétursson bætti sinn persónulega árangur í sleggjukasti um heilan tvo og hálfan meter, og tryggði sér þáttökurétt á HM undir 19 ára. Andri Karlsson og Björgvin Víkingsson náðu sínum besta árangri á árinu og þá bættu Herdís Helga Arnaldsdóttir og Áslaug Jóhannsdóttir sinn besta árangur í sínum hlaupagreinum. Karlalandsliðið er í 5. sæti eftir þennan fyrri keppnisdag með 43 stig, en konurnar í því 6. með 40 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×