Sport

Flautað til leiks síðla kvölds

KR-ingar ætla ekki að láta Evrópumótið í knattspyrnu hafa áhrif á aðsókn að leikjum liðsins í Landsbankadeild karla. Þeir hafa fengið leik liðsins gegn Fram á mánudaginn færðan aftur til kl. 21 í stað hins venjulega leiktíma, 19.15, vegna landsleiks Englands og Króatíu sem fer fram sama kvöld og ræður úrslitum hvort liðið fer áfram í átta liða úrslit. Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR Sports, sagði í samtali við vísi.is í gær að KR-ingar gætu einfaldlega ekki keppt við við Evrópumótið í knattspyrnu og því hefði verið ákveðið að flytja leikinn. "Englendingar eru að spila úrslitaleik á móti Króötum og það segir sig sjálft að það hefðu margir tekið þann leik fram yfir leik okkar gegn Fram. Við spiluðum fyrsta leikinn gegn FH á sama tíma og Júrósvisjón fór fram og það gekk ekki upp. Með þessu móti hefur fólk hálftíma til að koma sér á völlinn og vonandi gengur þetta upp hjá okkur," sagði Sigurður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×