Sport

Enskir glíma við meiðsli

Fjórir lykilmenn enska landsliðsins æfðu ekki með liðinu í gær vegna meiðsla sem þeir hlutu í leiknum gegn Sviss. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Owen Hargreaves, Paul Scholes, Steven Gerrard og Sol Campbell. Málin líta verst út hjá Hargreaves, en hann fékk þungt högg á ökkla eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Sviss á fimmtudag, og er með öllu óvíst hvort hann verði orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Króötum á mánudag. Paul Scholes á við smávægileg meiðsli að stríða í fæti, en talið er að meiðsli Gerrard og Campbell hafði eitthvað að gera með of mikið álag. Ættu þeir þrír allir að verða klárir í slaginn á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×