Sport

Torres vill feta í fótspor Rooneys

Fernando Torres, hinn tvítugi framherji Spánverja, vill gjarnan feta í fótspor enska ungstirnisins Wayne Rooney og sanna að hann eigi heima í hópi efnilegustu framherja heims. "Það er búið að vera frábært að fylgjast með Rooney í þessari keppni. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er stórkostlegur leikmaður. Leikmenn eins og hann spila yfirleitt best í stórmótum og það er einmitt það sem hann hefur gert. Vonandi fæ ég tækifæri til að gera það sama og Rooney hefur gert en það er auðvitað þjálfarinn sem ákveður það," sagði Torres, sem hefur komið inn á í báðum leikjum Spánverja án þess þó að hafa náð að setja mark sitt á mótið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×