Sport

Cassano inn fyrir Totti

Giovanni Trapattoni leitaði ekki langt yfir skammt til að finna manninn til að taka við af Francesco Totti  sem framliggjandi miðjumaður liðsins en Totti var sem frægt er dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Danann Christian Poulsen. Antonio Cassano, félagi Totti hjá Roma, fær það vandasama hlutverk að taka við af honum. Að auki tók Trapatoni út miðjumennina Christiano Zanetti og Mauro Camoranesi en í stað þeirra koma AC Milan leikmennirnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso. Byrjunarlið Ítala: 1-Gianluigi Buffon; 2-Christian Panucci, 13-Alessandro Nesta, 5-Fabio Cannavaro, 19-Gianluca Zambrotta; 8-Gennaro Gattuso, 21-Andrea Pirlo, 20-Simone Perrotta; 18-Antonio Cassano, 7-Alessandro Del Piero, 9-Christian Vieri. Svíar verða án varnarmannsins Teddy Lucic sem brákaðist á rifbeini í leiknum gegn Búlgörum. Miðjumaðurinn Mikael Nilsson fer í vörnina og Christian Wilhelmsson fer á hægri kantinn í stað Nilssons. Byrjunarlið Svía: 1-Andreas Isaksson; 7-Mikael Nilsson, 3-Olof Mellberg, 15-Andreas Jakobsson, 5-Erik Edman; 21-Christian Wilhelmsson, 6-Tobias Linderoth, 8-Anders Svensson, 9-Fredrik Ljungberg; 10-Zlatan Ibrahimovic, 11-Henrik Larsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×