Sport

Króatar óttast Rooney

Wayne Rooney er sá leikmaður sem Króatar óttast manna mest fyrir hinn gríðarlega mikilvæga leik þjóðanna á mánudag. "Hann er í frábæru formi og það sáu allir hvernig hann lék gegn Sviss," sagði varnarmaðurinn Robert Kovac eftir 2-2 leikinn gegn Frökkum á fimmtudag. "Rooney er búinn að eiga frábært mót og sýna hversu magnaður hann er. Ég tek hattinn að ofan fyrir Sven-Göran Eriksson fyrir að þora að láta hann spila. Hann er baráttuhundur sem gefur ekkert eftir og tæklar miskunnarlaust. Hann getur ekki aðeins skorað heldur er hann viljugur og áræðinn," segir Kovac. "Englendingar eru með mjög sterkt lið en ef við berjumst eins og við gerðum gegn Frakklandi tel ég okkur eiga góða möguleika," segir Kovac, en Króatar nægir ekkert minna en sigur til að komast áfram í 8-liða úrslitin. "Ég tel að bæði lið eigi jafn mikla möguleika. Við höfum góða leikmenn og getum spilað sem ein liðsheild. Baráttuandinn er í lagi hjá okkur og hann hefur fleytt mörgum langt".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×