Fleiri fréttir

Úganda: Unnið að úrbótum í vatnsmálum í nýju samstarfshéraði
Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta aðgengi íbúa Namahyingo héraðs í Úganda að neysluvatni. Í þessu nýja samstarfshéraði Íslendinga eru úrbætur á því sviði ofarlega á blaði hjá héraðsstjórninni. Vatnsmál eru í miklum ólestri í héraðinu og algengt að fólk sæki mengað vatn í polla með tilheyrandi heilsufarsvandamálum.

Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví
„Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Íslenskur stuðningur við opnun skóla í Úganda
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja fjörutíu milljónum króna til að styðja við menntun barna í Úganda. Hvergi í heiminum hafa skólar lengur verið lokaðir en bæði börn og unglingar hafa ekki setið á skólabekk um tveggja ára skeið, frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í mars 2020. Kennsla hófst víða á ný um miðjan þennan mánuð.

UN Women kemur upp griðastöðum fyrir konur í Afganistan
Meira en helmingur afgönsku þjóðarinnar er í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. UN Women í Afganistan vinnur að því að koma á fót griðarstöðum fyrir konur og börn þeirra og afla gagna um stöðu afganskra kvenna og þarfir þeirra svo hægt sé að veita fjármunum þangað sem þeirra er helst þörf.

Styrkur til mannúðaraðstoðar í Afganistan
Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum tuttugu milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til að veita mannúðaraðstoð í Afganistan í samstarfi við Christian Aid.

UNICEF óttast mjög um öryggi barna í Sýrlandi
Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir hundrað mannslíf og þúsundir eru á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt.

Styrkur til mannúðaraðstoðar í norðurhluta Eþíópíu
Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum 20 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til mannúðaraðstoðar í Amhara fylki sem er nágranna fylki Tigray í norðurhluta Eþíópíu.

Aukinn stuðningur Íslands við heimaræktaðar skólamáltíðir í Malaví
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) lýsti í gær ánægju sinni með framlag frá Íslandi um frekari stuðning við skólamáltíðir í Malaví. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe var Ísland fyrsta þjóðin til að styðja við heimaræktaðar skólamáltíðir í Malaví árið 2012.

GRÓ skólarnir störfuðu með nokkuð eðlilegum hætti þrátt fyrir heimsfaraldur
Öllum skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tókst að halda starfi sínu áfram á síðasta ári með nokkuð eðlilegum hætti og taka á móti nemendum í sex mánaða þjálfunarnámið, þrátt fyrir ýmsar áskoranir tengdar COVID-19 heimsfaraldrinum.

Saga Piusar vakti áhuga á alþjóðlegu hjálparstarfi
Pius Mugami Njeru fyrrverandi nemandi og núverandi starfsmaður ABC barnahjálpar í Kenía kom hingað til lands í lok síðasta árs til þess að segja sögu sína og kynna fyrir nemendum á Íslandi árangur af alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu.

Annar eldsvoði ársins í flóttamannabúðum Rohingja
Mikill eldsvoði varð í Cox‘s Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess síðastliðinn sunnudag. Búðirnar eru heimili þúsunda Rohingja sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð í nágrannaríkinu Mjanmar.

UN Women á Íslandi stýrir hliðarviðburði hjá Sameinuðu þjóðunum
Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim.

Kallað eftir 52 milljörðum króna í mannréttindabaráttu
Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í gær fjármögnunarákall fyrir nýhafið ár með hvatningu til ríkja og einkaaðila um að leggja fram rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala – ríflega 52 milljarða íslenskra króna – í þágu mannréttinda.

Talibanar: Kerfisbundin mismunun og ofbeldi í garð kvenna
Leiðtogar Talibana í Afganistan beita sér fyrir kerfisbundinni og umfangsmikilli mismunun og ofbeldi í garð kvenna, að því er hópur mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu.

UNICEF kemur milljarði bóluefna gegn COVID-19 til skila
UNICEF hefur nú náð að dreifa einum milljarði skammta af bóluefni gegn COVID-19 til efnaminni ríkja heimsins gegnum COVAX samstarfið. Milljarðasti skammturinn lenti í Rúanda um nýliðna helgi.

Skattaafsláttur fyrir stuðning við almannaheillastarfsemi
Lögin veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem styrkja UN Women, færi á að lækka skatta sína.

Ráðstafa 20 milljörðum króna til mannúðaraðgerða
Talið að 274 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda.

Aðeins þriðjungur unglinga á flótta í framhaldsskóla
Í skýrslu UNHCR er lögð áhersla á sögur ungs flóttafólks um allan heim.

Sjö helstu ógnir við velferð barna árið 2022
Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children telja að sjö áskoranir verði helstu ógnir við velferð barna árið 2022.

Ákall Sameinuðu þjóðanna um 655 milljarða króna til afgönsku þjóðarinnar
Afganska þjóðin hefur búið við stríðsátök í fjóra áratugi.

WHO telur unnt að útrýma leghálskrabbameini
Árið 2020 greindust rúmlega 600 þúsund konur með leghálskrabbamein í heiminum.

Nær 90 prósent framlaga Íslands í þágu jafnréttismála
Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna er sett í öndvegi í þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023.

„Þurftum að grátbiðja um mat og vatn“
Læknis- og sálfræðiþjónusta mun meðal annars standa konum til boða í kvennaathvörfum UN Women.

Nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS í Malaví
Markmið verkefnisins er meðal annars að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra.

Stríðsátök og þurrkar ógna lífi milljóna í Eþíópíu
Grafalvarlegt ástand er í Eþíópíu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa.

Blóðug byrjun á nýju ári í Sýrlandi
Yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála.

Sjötíu milljónir frá Rauða krossinum til Afganistan og Sómalíu
Stuðningurinn skiptir sköpum fyrir þá sem verst standa.

Hafa ekki bæði efni á upphitun húsa og mat fyrir börnin
Yfir 500 milljónir Bandaríkjadala þarf fyrir maí á þessu ári til að bregðast við neyðinni í Sýrlandi.

2022 verði ár batans
Við heiminum blasir aukin fátækt og ójöfnuður að mati aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.