Heimsmarkmiðin

Nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS í Malaví

Heimsljós
SOS

Markmið verkefnisins er meðal annars að forða börn­um frá að­skiln­aði við foreldra.

Nýtt fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni hefst á næstu vik­um í Mala­ví sem fjár­magn­að er af SOS Barna­þorp­unum á Ís­landi. Markmið fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS er að forða börn­um frá að­skiln­aði við bágstadda foreldra og styðja fjöl­skyld­una til fjár­hags­legs sjálf­stæð­is.

Fjöl­skyldu­efl­ing­in er í Nga­bu í Chikwawa hér­aði, í suðurhluta Malaví, og nær beint til 1500 barna og ung­menna í 400 fjöl­skyld­um sem fá ekki grunn­þörf­um sín­um mætt vegna bágra að­stæðna for­eldra þeirra eða for­ráða­manna. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna njóta 15 þús­und skóla­börn af 500 heim­il­um einnig óbeint njóta góðs af verk­efn­inu út árið 2024 því verk­efn­ið mun styðja við afar veik­byggða inn­viði sam­fé­lags­ins.

„Fjöl­skyld­urn­ar fá að­stoð í formi mennt­un­ar, heilsu­gæslu, ráð­gjaf­ar, barna­gæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yf­ir­stíga erf­ið­leika og lifa betra lífi sem fjöl­skylda. For­eldr­ar fá að­stoð til að afla sér tekna og með­al úr­ræða er að veita þeim vaxta­laus smá­lán eins og reynst hef­ur vel í verk­efni okk­ar í Eþí­óp­íu,“ segir Hans Steinar.

Í Chikwawa hér­aði búa um 150 þús­und manns. Um 15% barna und­ir 18 ára aldri á svæð­inu hafa misst báða for­eldra og 11% hafa misst ann­að for­eldr­ið. „Inn­við­ir á svæð­inu eru tak­mark­að­ir og til marks um það má nefna að árið 2018 var sjúk­dóms­tíðni 50% og með­al­fjöldi nem­enda í kennslu­stund var 107. Brott­fall barna í grunn­skól­um er 3,1%. Þeg­ar for­eldr­ar veikj­ast geta þeir ekki afl­að tekna og börn­in hætta því í skóla til að geta afl­að tekna fyr­ir fjöl­skyld­una,“ segir hann.

Eft­ir­lit frá Ís­landi

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa um langt skeið unn­ið að und­ir­bún­ingi þessa verk­efn­is ásamt heima­mönn­um í Mala­ví og álfu­skrif­stofu SOS í Add­is Ababa í Eþí­óp­íu. Verk­efn­ið sjálft er unn­ið af heima­mönn­um en mán­að­ar­leg­ir fjar­fund­ir fara fram með SOS á Ís­landi þar sem far­ið verð­ur yfir fram­vindu verk­efn­is­ins hverju sinni, ár­ang­ur og áskor­an­ir. Einnig verð­ur far­ið í eft­ir­lits­ferð­ir á vett­vang eft­ir því sem að­stæð­ur leyfa.

„Inn­an­húss­þekk­ing okk­ar og reynsla frá fyrri verk­efn­um kem­ur að miklu gagni. SOS á Ís­landi fjár­magn­ar ann­að slíkt verk­efni í Eþí­óp­íu með góð­um ár­angri og hef­ur auk­in­held­ur hald­ið upp slík­um verk­efn­um í Venesúela, Gín­ea Bis­sá og á Fil­ipps­eyj­um,“ segir Hans Steinar.

Verk­efn­ið í Mala­ví er til fjög­urra ára og er heild­ar­kostn­að­ur þess er um 125 millj­ón­ir króna. Al­menn­ing­ur get­ur tek­ið þátt í að styrkja fjöl­skyldu­efl­ing­una með því að ger­ast SOS-fjöl­skyldu­vin­ur og greiða mán­að­ar­legt fram­lag að eig­in vali. SOS-fjöl­skyldu­vin­ir fá reglu­lega frétt­ir af gangi mála á verk­efna­svæð­un­um okk­ar í fjöl­skyldu­efl­ing­unni. SOS Barna­þorp­in hafa starf­að í Mala­ví frá ár­inu 1986 og reka þar fjög­ur barna­þorp og sjá hundruð­ mun­að­ar­lausra og yf­ir­gef­inna barna fyr­ir fjöl­skyld­um og heim­il­um. Sam­tök­in hafa unn­ið mörg sam­bæri­leg fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni með góð­um ár­angri í Nga­bu frá 2016.

Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.