Aðeins þriðjungur unglinga á flótta í framhaldsskóla Heimsljós 13. janúar 2022 10:51 UNHCR/Zinyange Auntony Í skýrslu UNHCR er lögð áhersla á sögur ungs flóttafólks um allan heim. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, kallaði í lok síðasta árs eftir alþjóðlegu átaki til að tryggja framhaldsskólamenntun fyrir börn og ungmenni á flótta, í ljósi þess að skráning þeirra í skóla og háskóla er mjög lítil. Ákallið kemur í kjölfar útgáfu á skýrslu UNHCR um stöðu menntunar árið 2021, Staying the course: The Challenges Facing Refugee Education. Í skýrslunni er lögð áhersla á sögur ungs flóttafólks um allan heim og baráttu þess við að halda áfram með nám sitt á fordæmalausum tímum vegna COVID-19 faraldursins. „Framhaldsskólaganga ætti að vera tími fyrir vöxt, þroska og tækifæri. Hún eykur atvinnumöguleika, heilbrigði, sjálfstæði og leiðtogahæfileika berskjaldaðra ungra einstaklinga sem verða síður þvingaðir í barnaþrælkun. Engu að síður sýna gögn sem flóttamannastofnunin safnaði í 40 löndum að heildarskráningarhlutfall flóttafólks í framhaldsskóla á árunum 2019-2020 var aðeins 34 prósent. Í næstum öllum löndum er þetta hlutfall lægra en hjá börnum sem fædd eru í viðkomandi landi,“ segir í frétt á vef UNHCR. Þar kemur enn fremur fram að líklegt þyki að faraldurinn hafi enn frekar dregið úr tækifærum flóttafólks. COVID-19 hafi raskað lífi margra barna en fyrir ungmenni á flótta, sem þegar standi frammi fyrir miklum hindrunum við að sækja nám og gæti útrýmt allri von þeirra um að hljóta nauðsynlega menntun. „Nýlegum framförum í skólagöngu barna og ungmenna á flótta hefur verið stofnað í hættu,“ segir Filippo Grandi, framkvæmdastjóri UNHCR. „Ef við ætlum að takast á við þessa áskorun þarf stórt og samræmt átak og við getum ekki vanrækt skyldu okkar í þessu máli.“ UNHCR biðlar til þjóða að tryggja réttindi allra barna, þar á meðal barna á flótta, til að fá aðgang að framhaldsskólamenntun og tryggja að þau séu hluti af menntakerfi landanna og skipulagi þar að lútandi. Þar að auki þurfa ríki sem taka á móti mörgum vegalausum einstaklingum aðstoð við að styrkja innviði: fleiri skóla, viðeigandi námsgögn, kennaramenntun í sérhæfðum greinum, stuðning og aðstöðu fyrir táningsstúlkur og fjárfestingar í tækni og tengimöguleikum til að standa jafnfætis öðrum. Gögnin sýna einnig að frá mars 2019 til mars 2020 var skráningarhlutfall flóttafólks á grunnskólastigi 68 prósent. Skráning á æðri menntunarstigum var fimm prósent, sem var tveggja prósenta hækkun frá ári til árs og aukning sem þýðir umfangsmiklar breytingar fyrir þúsundir flóttamanna og samfélög þeirra. Þetta er aukning sem veitir einnig von og hvatningu fyrir yngra flóttafólk sem stendur frammi fyrir yfirþyrmandi áskorunum við að sækja sér menntun. „Þetta hlutfall er þó lágt í samanburði við alþjóðlegar tölur og án mikillar aukningar á aðgengi að framhaldsskólamenntun verður markmið UNHCR og samstarfsaðila „15by30,“ að 15 prósent flóttafólks sé skráð á æðra menntunarstig árið 2030, áfram utan seilingar,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sameinuðu þjóðirnar Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóttamenn Mest lesið Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Innlent „Við erum hundfúl yfir þessu“ Innlent Sýkna Sólveigar stendur Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Erlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, kallaði í lok síðasta árs eftir alþjóðlegu átaki til að tryggja framhaldsskólamenntun fyrir börn og ungmenni á flótta, í ljósi þess að skráning þeirra í skóla og háskóla er mjög lítil. Ákallið kemur í kjölfar útgáfu á skýrslu UNHCR um stöðu menntunar árið 2021, Staying the course: The Challenges Facing Refugee Education. Í skýrslunni er lögð áhersla á sögur ungs flóttafólks um allan heim og baráttu þess við að halda áfram með nám sitt á fordæmalausum tímum vegna COVID-19 faraldursins. „Framhaldsskólaganga ætti að vera tími fyrir vöxt, þroska og tækifæri. Hún eykur atvinnumöguleika, heilbrigði, sjálfstæði og leiðtogahæfileika berskjaldaðra ungra einstaklinga sem verða síður þvingaðir í barnaþrælkun. Engu að síður sýna gögn sem flóttamannastofnunin safnaði í 40 löndum að heildarskráningarhlutfall flóttafólks í framhaldsskóla á árunum 2019-2020 var aðeins 34 prósent. Í næstum öllum löndum er þetta hlutfall lægra en hjá börnum sem fædd eru í viðkomandi landi,“ segir í frétt á vef UNHCR. Þar kemur enn fremur fram að líklegt þyki að faraldurinn hafi enn frekar dregið úr tækifærum flóttafólks. COVID-19 hafi raskað lífi margra barna en fyrir ungmenni á flótta, sem þegar standi frammi fyrir miklum hindrunum við að sækja nám og gæti útrýmt allri von þeirra um að hljóta nauðsynlega menntun. „Nýlegum framförum í skólagöngu barna og ungmenna á flótta hefur verið stofnað í hættu,“ segir Filippo Grandi, framkvæmdastjóri UNHCR. „Ef við ætlum að takast á við þessa áskorun þarf stórt og samræmt átak og við getum ekki vanrækt skyldu okkar í þessu máli.“ UNHCR biðlar til þjóða að tryggja réttindi allra barna, þar á meðal barna á flótta, til að fá aðgang að framhaldsskólamenntun og tryggja að þau séu hluti af menntakerfi landanna og skipulagi þar að lútandi. Þar að auki þurfa ríki sem taka á móti mörgum vegalausum einstaklingum aðstoð við að styrkja innviði: fleiri skóla, viðeigandi námsgögn, kennaramenntun í sérhæfðum greinum, stuðning og aðstöðu fyrir táningsstúlkur og fjárfestingar í tækni og tengimöguleikum til að standa jafnfætis öðrum. Gögnin sýna einnig að frá mars 2019 til mars 2020 var skráningarhlutfall flóttafólks á grunnskólastigi 68 prósent. Skráning á æðri menntunarstigum var fimm prósent, sem var tveggja prósenta hækkun frá ári til árs og aukning sem þýðir umfangsmiklar breytingar fyrir þúsundir flóttamanna og samfélög þeirra. Þetta er aukning sem veitir einnig von og hvatningu fyrir yngra flóttafólk sem stendur frammi fyrir yfirþyrmandi áskorunum við að sækja sér menntun. „Þetta hlutfall er þó lágt í samanburði við alþjóðlegar tölur og án mikillar aukningar á aðgengi að framhaldsskólamenntun verður markmið UNHCR og samstarfsaðila „15by30,“ að 15 prósent flóttafólks sé skráð á æðra menntunarstig árið 2030, áfram utan seilingar,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sameinuðu þjóðirnar Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóttamenn Mest lesið Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Innlent „Við erum hundfúl yfir þessu“ Innlent Sýkna Sólveigar stendur Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Erlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent