Annar eldsvoði ársins í flóttamannabúðum Rohingja Heimsljós 21. janúar 2022 14:53 UN Women Mikill eldsvoði varð í Cox‘s Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess síðastliðinn sunnudag. Búðirnar eru heimili þúsunda Rohingja sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð í nágrannaríkinu Mjanmar. Þetta er í annað sinn á árinu sem eldur brýst út í Cox‘s Bazar. Eldsins varð fyrst vart seinni part sunnudags og var fljótur að breiðast út um búðirnar, sem eru meðal fjölmennustu flóttamannabúða heims. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt en einhverjir slösuðust í eldinum. Upptök eldsins eru enn ókunn. „Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist við og hafa veitt íbúum búðanna neyðaraðstoð, matvæli, vatn, hreinlætisvörur og sæmdarsett. Stærsta verkefnið nú er að endurreisa búðirnar svo hægt sé að koma fólki í skjól, en kalt er á svæðinu á þessum tíma árs,“ segir í frétt frá UN Women. Mikill eldsvoði varð í flóttamannabúðunum 2. janúar þar sem þjónustumiðstöð og spítali rekinn af Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) eyðilagðist, auk annarra bygginga. Eldhætta er mikil í búðunum vegna þéttrar byggðar og ófullnægjandi húsnæðis og eldunaraðstöðu. Af þeim rúmlega milljón Rohingjum sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð mjanmarska hersins búa um 600 þúsund þeirra í Cox‘s Bazar. Meirihluti þeirra eru konur og börn. UN Women og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna ítreka að þó mikil þörf sé á matvælaaðstoð til íbúa búðanna sé einnig gríðarlega mikilvægt að koma til þeirra nauðsynjum á borð við hreinlætisvörur, þvottaefni og fatnaði svo hægt sé að tryggja persónulegt hreinlæti og öryggi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Bangladess Flóttamenn Mjanmar Róhingjar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent
Þetta er í annað sinn á árinu sem eldur brýst út í Cox‘s Bazar. Eldsins varð fyrst vart seinni part sunnudags og var fljótur að breiðast út um búðirnar, sem eru meðal fjölmennustu flóttamannabúða heims. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt en einhverjir slösuðust í eldinum. Upptök eldsins eru enn ókunn. „Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist við og hafa veitt íbúum búðanna neyðaraðstoð, matvæli, vatn, hreinlætisvörur og sæmdarsett. Stærsta verkefnið nú er að endurreisa búðirnar svo hægt sé að koma fólki í skjól, en kalt er á svæðinu á þessum tíma árs,“ segir í frétt frá UN Women. Mikill eldsvoði varð í flóttamannabúðunum 2. janúar þar sem þjónustumiðstöð og spítali rekinn af Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) eyðilagðist, auk annarra bygginga. Eldhætta er mikil í búðunum vegna þéttrar byggðar og ófullnægjandi húsnæðis og eldunaraðstöðu. Af þeim rúmlega milljón Rohingjum sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð mjanmarska hersins búa um 600 þúsund þeirra í Cox‘s Bazar. Meirihluti þeirra eru konur og börn. UN Women og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna ítreka að þó mikil þörf sé á matvælaaðstoð til íbúa búðanna sé einnig gríðarlega mikilvægt að koma til þeirra nauðsynjum á borð við hreinlætisvörur, þvottaefni og fatnaði svo hægt sé að tryggja persónulegt hreinlæti og öryggi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Bangladess Flóttamenn Mjanmar Róhingjar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent