Fleiri fréttir

Snjókoma í júlí

Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí er að líða undir lok. Kyngt hafði niður snjó á hálendinu í nótt og gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendinu þessa helgina.

Gul viðvörun á hálendi og Austurlandi

Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendi og Austurlandi nú um helgina. Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvassviðri í dag.

Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum

Gul veðurviðvörun tekur gildi um klukkan tíu í kvöld á Austurlandi, Austfjörðum og Miðhálendinu vegna snjókomu og hvassviðris. Viðvörunin er í gildi þar til á hádegi á morgun.

Niður­staðan liggur fyrir og Einar gefur veðrinu um versló fall­ein­kunn

Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur verið nokkuð á reiki síðustu daga og kom fram í gær að tvær helstu langtímaveðurspárnar hafi sýnt gjörólíka spá fyrir helgina. Þannig gerði önnur þeirra ráð fyrir því að lægð myndi ganga yfir landið með tilheyrandi áhrifum en hin ekki. 

Gul viðvörun vegna hvassviðris í nótt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris sem von er á að gangi yfir landið á morgun. Viðvörunin gildir fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið.

Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar

Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð.

Haugarigning á Suðurlandinu og gul viðvörun í gildi

Útlit er fyrir hellidembu á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gul­ar viðvar­an­ir eru enn í gildi vegna úr­komu sunn­an­til á land­inu og hvassviðris á Miðhá­lend­inu og verða fram á kvöld hið minnsta.

Væta í kortunum víðast hvar um verslunar­manna­helgina

Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins.

Vara við akstursleiðum á Suðurlandi vegna úrhellis

Frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagskvölds er útlit fyrir mikla rigningu undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, og viðbúið að þar hækki talsvert í ám. Rigningin getur haft áhrif á akstursleiðir þar sem aka þarf yfir óbrúaðar ár, til dæmis inn í Þórsmörk, sem og á öðrum svæðum á Suðurlandi og að Fjallabaki.

Þokka­leg veður­spá fyrir Verslunar­manna­helgi

Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs.

Á­gætis ferða­veður um helgina

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ágætis ferðaveður vera um helgina, hægur vindur verði á landinu en skin og skúrir einkenni helgina. Leifar hitabylgjunnar sem hefur geisað í Evrópu skili sér ekki hingað, að minnsta kosti ekki næstu vikuna.

Veðrið best á Suðausturlandi í dag

Veðurstofan spáir norðlægri átt og rigningu á köflum á Norðurlandi en segir úrkomulítið fyrir sunnan og vestlægari átt. Í kvöld á að draga úr úrkomu og hiti á landinu verði í dag á bilinu sjö til sautján gráður, þar af hlýjast á Suðausturlandi.

Skýjað í dag og skúrir um allt land

Í dag verður skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum samkvæmt Veðurstofunni. Hiti verði tíu til sautján stig og hlýjast norðaustan til. Næstu daga er áfram spáð skúrum eða rigningu.

Veðrið gæti orðið ferða­fólki til vand­ræða

Útlit er fyrir vestlæga átt vestantil en hæga norðlæga átt austantil á landinu í dag. Síst er útlit fyrir skúri á Suðurlandi en þó víða annarsstaðar. Hámarkshiti gæti náð 18 stigum suðaustan til og milt veður er á öllu landinu. Þegar kvölda tekur nálgast lægð úr suðvestri og hvessir sunnan og vestan til í fyrramálið.

Hæg vestan­átt og skúrir en all­hvasst austan­lands

Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi.

Gul viðvörun víða um land

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland, miðhálendi og Norðurland eystra og vestra í dag. Á miðhálendi og Norðurlandi verður viðvörunin í gildi til klukkan 21 en á Suðausturlandi verður hún í gildi alveg fram á miðnætti. Veðurstofan hvetur vegfarendur til að aka varlega á þessum slóðum. Að auki verður rigning með köflum í flestum landshlutum.

Lítið um sumarveður næstu daga

Lítið virðist vera um sumarveður á næstu dögum en samkvæmt Veðurstofu liggur Ísland í lægðarbraut um þessar mundir. Því valdi öflug og þaulsetin lægð úti fyrir Biskajaflóa, sem beinir lægðum norður eftir til Íslands.

Leifar norðan­áttarinnar lifa enn við ströndina

Útlit er fyrir breytilega átt á landinu í dag, víðast hvar á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Norðanátt hefur hrellt íbúa í norðausturfjórðungi landsins undanfarið og leifar af henni lifa enn úti við ströndina. Má reikna með norðvestan strekkingi þar þar til síðdegis.

Svalt loft yfir landinu og mildast syðst

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Reiknað er með lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Þó má búast má við síðdegisskúrum suðaustantil á landinu.

Norð­læg átt ríkjandi á landinu

Norðlæg átt verður ríkjandi á landinu í dag, þar sem vindur verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Víða á Vesturlandi verður hins vegar tíu til fimmtán metrar, einkum í vindstrengjum á Snæfellsnesi og Barðaströndinni.

Hvassir vind­strengir á norðan­verðu Snæ­fells­nesi

Lægð er nú að myndast á Grænlandshafi og hún gengur til austurs fyrir norðan land í dag. Því gengur í sunnan kalda eða strekking og fer að rigna, en hægari vindur og þurrt norðaustanlands þangað til seinnipartinn.

Allt að 22 stiga hiti í dag

Í dag er spáð suðvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Gert er ráð fyrir rigningu með köflum í flestum landshlutum. Byrjar fyrst að rigna vestantil fyrir hádegi en ekki fyrr en síðdegis austanlands. Hiti tíu til 22 stig, en hlýjast fyrir austan.

Gular við­varanir á 17. júní

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði vegna hvassviðris og taka þær gildi annað kvöld og eru í tildi fram á morgun eða kvöld á laugardag.

Ekki út­lit fyrir sól­bjartan þjóð­há­tíðar­dag

Í dag er spáð suðlægri átt, fimm til tíu metrum á sekúndu og má gera ráð fyrir að það verði skýjað með köflum og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Þurrt að kalla norðvestantil framan af degi en þar einnig stöku skúrir seinnipartinn.

Allt að átján stiga hiti í dag

Veðrinu verður nokkuð misskipt í dag, ef marka má veðurspá. Spáð er svölu verði fyrir norðan en allt að átján stiga hita sunnan heiða.

Gular við­varanir í gildi til mið­nættis

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag sem gilda til miðnættis. Ástæðan er hvassviðri og varhugavert ferðaveður fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind.

Víða skúrir á landinu eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Sums staðar verður þoka við norður- og austurströndina, en víða skúrir á landinu eftir hádegi.

Snjór og varasöm hálka á Öxnadalsheiði í nótt

Nú er regnsvæði á leið yfir landið frá vestri til austurs og því rignir um tíma í dag í flestum landshlutum. Í kvöld kemur kalt loft úr vestri og fer hratt yfir. Á Öxnadalsheiði og eflaust víðar á fjallvegum norðanlands gerir seint í kvöld og nótt snjó eða krapa með varasamri hálku.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.