Fleiri fréttir

Andrés semur við Giuffre

Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein.

Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði

Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd.

Navalní enn og aftur fyrir dómara

Fangelsisvist Alexeis Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings Rússlands, verður mögulega lengd um meira en tíu ár vegna nýrra réttarhalda sem hófust í dag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa dregið sér fé úr samtökum sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi.

Munu geta fryst banka­reikninga mót­mælenda

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti.

Segir nýjustu bylgju Covid bera Hong Kong ofurliði

Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir nýjustu bylgju Covid-19 sem gengur nú yfir eyjuna vera að bera heilbrigðiskerfið þar ofurliði. Smituðum hefur fjölgað hratt þar á undanförnum dögum en í byrjun mánaðarins greindust um hundrað smitaðir á hverjum degi en í gær greindust 1.300.

Kalla eftir fundi með Rússum

Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 

Minntust Miu og kölluðu eftir bættu öryggi á næturlífinu

Fjöldi fólks kom saman í Álaborg í nótt til þess að minnast tuttugu og tveggja ára konu sem var myrt á hrottafenginn hátt um síðustu helgi. Leit af henni hefur staðið alla vikunna og tveir hafa verið ákærðir fyrir morðið.

„Ég er full­orðinn, en ekki fá­bjáni“

„Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins.

Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar

Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins.

Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar

Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný.

Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt

Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu.

Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu

Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum.

Hættir eftir röð hneykslis­mála

Cressida Dick, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, tilkynnti í gær að hún myndi láta af störfum eftir um fjögur ár í embættinu. Hún segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að hætta eftir að borgarstjórinn Sadiq Khan hafi tjáð henni að hann bæri ekki lengur traust til hennar.

Kóalabirnir í útrýmingarhættu

Kóalabirnir í Ástralíu eru nú komnir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu á austurströnd landsins en gríðarleg fækkun hefur orðið í stofninum síðustu árin.

Tók leynileg gögn með sér til Flórída

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda.

Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar

Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi.

Annar mannanna í gæslu­varð­hald en hinum sleppt

Dómari í Álaborg hefur úrskurðað 36 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna hvarfs hinnar 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Lögregla handtók tvo karlmenn, báða 36 ára, vegna málsins í gær og hefur hinn nú verið látinn laus. Saksóknarar hafa hins vegar áfrýjað þeirri ákvörðun dómsins.

Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps

Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti.

Sjá næstu 50 fréttir