Fleiri fréttir

Framlengja harðar aðgerðir út febrúar

Dönsk stjórnvöld tilkynntu á blaðamannafundi síðdegis að sóttvarnareglur, sem verið hafa í gildi í janúar og þykja nokkuð íþyngjandi, muni áfram gilda til 28. febrúar.

Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst.

Lífið orðið eins og það var fyrir Covid

Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna.

Myrti sex fjöl­skyldu­með­limi í heima­húsi

Sautján ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut föður sinn, stjúpmóður, tvo ættingja sína á unglingsaldri og nítján ára gamla, þungaða konu til bana. Morðin voru framin á heimili þeirra á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkjunum.

Sérfræðingar WHO þurfa samstarf yfirvalda í Wuhan

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem sendir voru til Kína til að rannsaka uppruna faraldurs nýju kórónuveirunnar og það hvernig hún barst fyrst í menn, hafa lokið tveggja vikna sóttkví þeirra.

Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir

Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu.

Rannsókn hafin á framleiðsluvanda að beiðni ESB

Belgískir eftirlitsaðilar hafa, að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hrundið af stað rannsókn á framleiðsluvanda verksmiðju sem framleiðir bóluefni AstraZeneca í Belgíu.

Björn elti mann á skíðum

Rúmenskur maður þurfti að taka á honum stóra sínum um síðustu helgi þegar björn elti hann á harðaspretti þegar maðurinn var að renna sér á skíðum. Aðrir skíðagestir öskruðu á manninn og sögðu honum að fara hraðar yfir.

„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“

Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna.

John­son fer til Skot­lands vegna vaxandi kröfu um sjálf­stæði

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu Skota um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði landsins fari fram. Johnson hefur verið mjög mótfallinn þeirri hugmynd og er gert ráð fyrir að hann muni berjast hart gegn því að Skotar yfirgefi ríkið.

Loka landamærum Noregs næstum alveg

Hörðustu takmarkanir á landamærum Noregs síðan í mars taka gildi í landinu á miðnætti annað kvöld, 29. janúar. Landið verður í reynd lokað fyrir öllum sem ekki eru íbúar. Þetta tilkynnti Erna Solbergs forsætisráðherra Noregs á blaðamannafundi nú síðdegis.

Afar hæpið að Trump verði sakfelldur

Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi.

Leið­togi öfga­hóps uppljóstrari lög­reglu um ára­bil

Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun.

Skipulagði árás gegn múslimum og stjórnmálamönnum

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært konu fyrir að hafa lagt á ráðin um að gera sprengjuárás gegn múslimum og stjórnmálamönnum í Bæjaralandi. Konan er einnig sökuð um aðra glæpi og er sögð hafa verið að byggja sprengju sem hún ætlaði að nota til árásarinnar.

Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar

Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum.

Hét því að setja aukinn kraft í bólu­setningar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í gær að setja aukinn kraft í bólusetningu þar í landi þannig að flest allir Bandaríkjamenn verði búnir að fá bólusetningu gegn Covid-19 í lok sumars eða snemma í haust.

Heltust úr bólu­efna­lestinni en rétta nú fram hjálpar­hönd

Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí.

Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun

Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá.

John­son segist al­gjör­lega miður sín

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist bera alla ábyrgð á aðgerðum ríkisstjórnar sinnar gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð í glímunni við faraldurinn.

Biden og Pútín ræddust við í síma: Ber ekki alveg saman um efnið

Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Talsmönnum forsetanna ber ekki fullkomlega saman um hvaða mál voru til umræðu en Washington Post segir Biden hafa tjáð Pútín að Bandaríkin myndu verja sig gegn „óvinveittum aðgerðum“ af hálfu Rússlands.

Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna

Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“  en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum.

Ekki kynferðisofbeldi ef káfið er utanklæða

Að káfa á einstakling utanklæða er ekki kynferðisofbeldi, samkvæmt niðurstöðu yfirréttar í Mumbai. Hvergi er kveðið á um það í indverskum lögum að káf sé aðeins kynferðisofbeldi ef hold snertir hold en dómurinn er fordæmisgefandi.

Hundrað þúsund dánir í Bretlandi

Rúmlega hundrað þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 í Bretlandi. Það er samkvæmt opinberum tölum en um 3,7 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19.

Mótmæli bænda urðu að óeirðum

Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag.

For­sætis­ráð­herra Ítalíu búinn að segja af sér

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti og er óljóst hvort að honum muni takast að setja saman nýja ríkisstjórn. Conte gekk á fund forsetans Sergio Mattarella í dag og tilkynnti um afsögn sína.

Halda heræfingar og vara við köldu stríði

Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði.

Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu

Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina.

Pompidou-safninu í París lokað í fjögur ár

Pompidou-safninu í frönsku höfuðborginni París verður lokað í fjögur ár til að hægt verði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur. Menningarmálaráðherra landsins segir þá leið að loka safninu alfarið bæði vera ódýrari lausn og þannig taki endurbæturnar líka skemmri tíma.

Sau­tján milljónir dala úr þrota­búi og til fórnar­lamba

Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sautján milljónir dala skuli greiddar í miskabætur til fórnarlamba kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Upphæðin nemur 2,2 milljarðar íslenskra króna.

Sjá næstu 50 fréttir