Fleiri fréttir

Covid-19 flæðir yfir Miðvesturríkin: „Okkur líður eins og við séum að drukkna“
Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna.

Staðfesta sigur Bidens í Pennsylvaníu
Joe Biden fékk 3,46 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu og Donald Trump 3,38 samkvæmt opinberum niðurstöðum úr forsetakosningunum í upphafi mánaðarins.

Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah
Undarleg málmsúla fannst víst í miðjum óbyggðum Utah og enginn virðist vita hvaðan hún kom.

Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn
Innanríkisráðherra Frakklands segir myndefni af lögregluþjónum loka tjaldbúðum í París í gær vera sláandi og heitir því að málið verði rannsakað. Búðirnar voru reistar af aðgerðasinnum og stjórnmálamönnum í mótmælaskyni við því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku.

Tekst á við enn eina krísuna
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Hún hefur mikla reynslu og var til að mynda seðlabankastjóri.

Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins
Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni.

Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra
Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður.

Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns
Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Nú er að koma í ljós að ekki er um ketamín að ræða.

Handtekinn vegna blóðbaðsins í mexíkósku eyðimörkinni
Lögregla í Mexíkó hefur handtekið mann sem grunaður er um að tengjast morðinu á níu meðlimum samfélags mormóna í norðurhluta Mexíkó í nóvember á síðasta ári.

Kínverjar senda geimfar til tunglsins
Kínverjar skutu í nótt geimfari á loft sem ætlað er að fara til tunglsins og koma til baka með tunglgrjót.

Stærsti latexhanskaframleiðandi heims lokar verksmiðjum vegna Covid-19
Stærsti framleiðandi latexhanska í heiminum hefur neyðst til að loka helmingi verksmiðja sinna eftir að rúmur helmingur starfsliðsins greindist með Covid-19.

Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er látinn
David Dinkins, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, er látinn, 93 ára að aldri. Dinkins var fyrsti og til þessa eini svarti maðurinn til að hafa gegnt embættinu.

Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós
Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis.

Orð ársins of mörg til að velja eitt
Forsvarsmenn Oxford-orðabókarinnar sjá sér ekki fært að velja eitt ákveðið orð sem orð ársins líkt og venja er. Þess í stað hafa mörg orð orðið fyrir valinu á þessu fordæmalausa ári.

Staðfesta sigur Bidens í Michigan
Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.

Fluttur frá Bandaríkjunum og neyddur til að taka þátt í áróðri Ríkis íslam
Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi.

Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens
John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn.

Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS
Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman.

Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps
Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum.

Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins.

Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína
Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku.

Á að lappa upp á bandalög Bandaríkjanna
Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra í forsetatíð Barack Obama og verður verkefni hans að stappa stálinu í hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna og lappa upp á bandalög.

Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella.

Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember.

Einn deyr á hverri mínútu úr Covid-19 í Bandaríkjunum
Nú styttist óðum í að kórónuveirutilfelli á heimsvísu nái sextíu milljónum það sem af er faraldrinum ef marka má talningu Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum.

Wong lýsti sig sekan í réttarhöldum í Hong Kong
Aðgerðasinninn Joshua Wong frá Hong Kong mætti fyrir rétt í morgun í borginni.

Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins.

Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp.

Hvetur G20 að koma til móts við fátækari ríki
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði í dag til G20 ríkjanna að koma til móts við fátækari ríki í skuldamálum.

Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“
Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle.

Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum
Maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19 hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar þann 11. desember næstkomandi.

Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin
Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna.

Ferjan losuð af strandstað og dregin í höfn
Farþegaferjan sem strandaði rétt utan við höfnina í Maríuhöfn á Álandseyjum í gær var losuð og dregin í höfn í dag. Hún hélt för sinni áfram til Turku í Finnlandi þar sem hún fer í slipp til skoðunar og viðgerða.

Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina
Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar.

Boðar lok sóttvarnaaðgerða á landvísu í byrjun desember
Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember.

Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur
Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali.

Leita hákarls eftir banvæna árás
Karlmaður lést eftir að hákarl réðst á hann undan Calbe-strönd í vesturhluta Ástralíu. Þetta er áttunda banvæna hákarlaárásin í landinu á þessu ári.

Loftárásir Ísraela eftir eldflaugarárás Palestínumanna
Ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndinni eftir að herskáir Palestínumenn skutu eldflaug inn í Ísrael í gærkvöldi.

Dvöldu í strandaðri ferju við Álandseyjar í nótt
Rúmlega þrjú hundruð farþegar og tæplega hundrað manna áhöfn ferjunnar Viking Grace dvöldu um borð í ferjunni í nótt eftir að hún strandaði í illviðri við strendur Álandseyja í gær. Byrjað var að flytja farþegana frá borði í morgun.

Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu í Gvatemala
Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl.

Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu
Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær.

Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin
Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin.

Myrti konuna sína og brenndi líkið
Frakkinn Jonathann Daval hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og brennt lík hennar.

Sjónarsviptir að fyrrum stærsta útvarpssjónauka heims
Uppgötvun tifstjarna sem leiddi til Nóbelsverðlauna og leit að lífi utan sólkerfisins eru á meðal þess sem Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó færði heiminum. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að sjónarsviptir verði að sjónaukanum.

Mætti óboðinn á leynilegan fjarfund varnarmálaráðherra ESB
Hollenskum blaðamanni tókst að komast inn á leynilegan fjarfund þar sem varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu saman.