Fleiri fréttir

Maðurinn á bak við myndavélina ákærður

William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu.

Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa

Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum.

Bíl ekið inn í verslun í S­yd­n­ey

Bíl var ekið inn í verslun sem selur hefðbundnar slæður í Sydney í Ástralíu í dag og slösuðust ellefu manns auk ökumannsins í atvikinu.

Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls

Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum.

Banna át á villtum dýrum í Wuhan

Yfirvöld í kínversku borginni Wuhan, hvaðan kórónuveiran sem valdið getur Covid-19 er talin eiga uppruna sinn, hafa nú tekið ákvörðun um að banna neyslu á kjöti villtra dýra í borginni.

Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu

Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu.

Öflugasti stormurinn í áratugi

Fellibylurinn Amphan gekk á land á Indlandi og í Bangladess í dag. Bylurinn olli miklum flóðum og aurskriðum en þetta er öflugasti stormurinn sem herjar á svæðið í rúma tvo áratugi.

Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári.

Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu

Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til.

Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi

Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd.

Sterkasti fellibylurinn í áratugi nálgast Indland og Bangladess

Úrhellisrigning og hvassviðri eru undanfari fellibylsins Amphan á austanverðu Indlandi og Bangladess. Fellibylurinn er sagður sá öflugasti á þessum slóðum í tvo áratugi og hefur milljónum manna verið gert að hafa sig á brot frá leið hans.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.