Fleiri fréttir John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. 6.1.2020 19:45 Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. 6.1.2020 19:18 Rappari sem trónir á vinsældarlista Svíþjóðar grunaður um aðild að morði Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. 6.1.2020 18:20 Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6.1.2020 16:23 Skjálfti veldur skemmdum í Púertó Ríkó Jarðskjálfti, sem mældist 5,8 stig skók Púertó Ríkó í dag. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum en vitað er að skjálftinn olli einhverjum skemmdum. 6.1.2020 14:24 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6.1.2020 14:21 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6.1.2020 13:18 Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6.1.2020 13:00 Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6.1.2020 12:30 Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6.1.2020 11:55 Vinstrimaður hafði betur gegn sitjandi forseta í Króatíu Zoran Milanovic verður næsti forseti Króatíu. 6.1.2020 11:47 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6.1.2020 11:32 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6.1.2020 09:20 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6.1.2020 08:02 Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6.1.2020 07:06 Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í hamförunum og loftgæði í höfuðborginni Canberra voru um helgina talin þau verstu í heimi. 6.1.2020 07:02 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5.1.2020 23:37 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5.1.2020 23:15 Annar hnífamaður skotinn í Frakklandi Lögreglan í Metz í Frakklandi skaut í dag mann, sem vopnaður var hnífi.. Fyrir aðeins tveimur dögum stakk annar maður einn til bana og særði tvö önnur í grennd við höfuðborgina París. 5.1.2020 21:27 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5.1.2020 19:04 Beðið eftir hvað Íranar geri Leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir árásina á Soleimani og segir það nú forgangsmál að reka bandarískan herafla burtu úr heimshlutanum. 5.1.2020 18:45 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5.1.2020 18:14 Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5.1.2020 17:54 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5.1.2020 17:27 Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5.1.2020 15:45 Tala látinna í Kambódíu fer hækkandi Björgunaraðgerðum hefur verið hætt við rústir sjö hæða gistiheimilis sem var í byggingu í kambódíska strandbænum Kep en húsið hrundi á föstudag á meðan að iðnaðarmenn voru að störfum. 5.1.2020 14:50 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5.1.2020 14:39 Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5.1.2020 11:45 Króatar velja á milli Milanovic og Grabar-Kitarovic Króatískir ríkisborgarar sem búa yfir kosningarétti ganga til kjörstaðar í dag og er þar gert að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna í desember síðastliðnum. 5.1.2020 11:14 Bresk herskip fylgja breskum skipum í Persaflóa Skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa vegna ólgunnar sem myndast hefur eftir að Bandaríski herinn réð Íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum. 5.1.2020 10:32 Faðir og níu ára dóttir skotin til bana þegar þau voru talin vera hjartardýr Dánardómstjóri segir að feðginin hafi verið skotin með haglabyssu. 5.1.2020 10:28 Lést eftir árás hákarls Ástralskur kafari lést í dag nærri Cull-eyju í Esperance í Vestur-Ástralíu eftir að hafa orðið fyrir árás hvítháfs. 5.1.2020 09:53 Sex Þjóðverjar létust og ellefu særðust þegar keyrt var á hóp ferðamanna Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru þau slösuðu flutt á nærliggjandi sjúkrahús en hinir létust á staðnum. 5.1.2020 09:30 Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 "skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast "mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. 4.1.2020 23:45 Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4.1.2020 23:24 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4.1.2020 22:45 Hnífaárás rétt utan við París rannsökuð sem hryðjuverk Andhryðjuverkadeild lögreglunnar í París rannsakar hnífaárás sem átti sér stað í bænum Villejuif nærri París í gær. 4.1.2020 21:21 Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4.1.2020 20:49 Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4.1.2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4.1.2020 18:31 Fjórtán létust í árás á rútu í Búrkína Fasó Fjórtán eru látnir og fjórir særðir eftir árás á rútu í norð-vestur hluta afríkuríkisins Búrkína Fasó í dag. 4.1.2020 16:45 Stal Harry Potter varningi fyrir tæpar sex milljónir króna Starfsmaður Harry Potter myndvers Warner Bros rétt utan við London hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi eftir að hafa játað að hafa stolið miklu magni af Harry Potter varningi úr gjafabúð myndversins og selt á eBay. 4.1.2020 16:19 Hið minnsta tíu látnir eftir hrun byggingar í Kambódíu Sjö hæða bygging í Kambódíska strandbænum Kep hrundi í dag með þeim afleiðingum að hið minnsta tíu eru látnir og 23 slösuðust. 4.1.2020 10:52 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4.1.2020 10:40 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4.1.2020 10:03 Sjá næstu 50 fréttir
John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. 6.1.2020 19:45
Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. 6.1.2020 19:18
Rappari sem trónir á vinsældarlista Svíþjóðar grunaður um aðild að morði Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. 6.1.2020 18:20
Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6.1.2020 16:23
Skjálfti veldur skemmdum í Púertó Ríkó Jarðskjálfti, sem mældist 5,8 stig skók Púertó Ríkó í dag. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum en vitað er að skjálftinn olli einhverjum skemmdum. 6.1.2020 14:24
Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6.1.2020 14:21
NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6.1.2020 13:18
Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6.1.2020 13:00
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6.1.2020 12:30
Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6.1.2020 11:55
Vinstrimaður hafði betur gegn sitjandi forseta í Króatíu Zoran Milanovic verður næsti forseti Króatíu. 6.1.2020 11:47
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6.1.2020 11:32
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6.1.2020 09:20
Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6.1.2020 08:02
Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6.1.2020 07:06
Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í hamförunum og loftgæði í höfuðborginni Canberra voru um helgina talin þau verstu í heimi. 6.1.2020 07:02
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5.1.2020 23:37
Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5.1.2020 23:15
Annar hnífamaður skotinn í Frakklandi Lögreglan í Metz í Frakklandi skaut í dag mann, sem vopnaður var hnífi.. Fyrir aðeins tveimur dögum stakk annar maður einn til bana og særði tvö önnur í grennd við höfuðborgina París. 5.1.2020 21:27
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5.1.2020 19:04
Beðið eftir hvað Íranar geri Leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir árásina á Soleimani og segir það nú forgangsmál að reka bandarískan herafla burtu úr heimshlutanum. 5.1.2020 18:45
Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5.1.2020 18:14
Alvarleg tölvuárás á utanríkisráðuneyti Austurríkis Utanríkisráðuneyti Austurríkis varð í gær fyrir tölvuárás. Grunur leikur á að útsendari annars ríkis standi að baki árásinni. 5.1.2020 17:54
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5.1.2020 17:27
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5.1.2020 15:45
Tala látinna í Kambódíu fer hækkandi Björgunaraðgerðum hefur verið hætt við rústir sjö hæða gistiheimilis sem var í byggingu í kambódíska strandbænum Kep en húsið hrundi á föstudag á meðan að iðnaðarmenn voru að störfum. 5.1.2020 14:50
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5.1.2020 14:39
Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5.1.2020 11:45
Króatar velja á milli Milanovic og Grabar-Kitarovic Króatískir ríkisborgarar sem búa yfir kosningarétti ganga til kjörstaðar í dag og er þar gert að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna í desember síðastliðnum. 5.1.2020 11:14
Bresk herskip fylgja breskum skipum í Persaflóa Skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa vegna ólgunnar sem myndast hefur eftir að Bandaríski herinn réð Íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum. 5.1.2020 10:32
Faðir og níu ára dóttir skotin til bana þegar þau voru talin vera hjartardýr Dánardómstjóri segir að feðginin hafi verið skotin með haglabyssu. 5.1.2020 10:28
Lést eftir árás hákarls Ástralskur kafari lést í dag nærri Cull-eyju í Esperance í Vestur-Ástralíu eftir að hafa orðið fyrir árás hvítháfs. 5.1.2020 09:53
Sex Þjóðverjar létust og ellefu særðust þegar keyrt var á hóp ferðamanna Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru þau slösuðu flutt á nærliggjandi sjúkrahús en hinir létust á staðnum. 5.1.2020 09:30
Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 "skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast "mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. 4.1.2020 23:45
Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4.1.2020 23:24
Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4.1.2020 22:45
Hnífaárás rétt utan við París rannsökuð sem hryðjuverk Andhryðjuverkadeild lögreglunnar í París rannsakar hnífaárás sem átti sér stað í bænum Villejuif nærri París í gær. 4.1.2020 21:21
Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4.1.2020 20:49
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4.1.2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4.1.2020 18:31
Fjórtán létust í árás á rútu í Búrkína Fasó Fjórtán eru látnir og fjórir særðir eftir árás á rútu í norð-vestur hluta afríkuríkisins Búrkína Fasó í dag. 4.1.2020 16:45
Stal Harry Potter varningi fyrir tæpar sex milljónir króna Starfsmaður Harry Potter myndvers Warner Bros rétt utan við London hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi eftir að hafa játað að hafa stolið miklu magni af Harry Potter varningi úr gjafabúð myndversins og selt á eBay. 4.1.2020 16:19
Hið minnsta tíu látnir eftir hrun byggingar í Kambódíu Sjö hæða bygging í Kambódíska strandbænum Kep hrundi í dag með þeim afleiðingum að hið minnsta tíu eru látnir og 23 slösuðust. 4.1.2020 10:52
Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4.1.2020 10:40
Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4.1.2020 10:03