Fleiri fréttir

Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson

Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni.

K-popp­stjarnan Sulli fannst látin

Sulli var með rúmlega fimm milljónir fylgjenda á Instagram og var áður liðsmaður K-poppsveitarinnar F(x) til ársins 2015.

Enn ein sprengingin á Amager

Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni.

Leið­togar Kata­lóna fá þunga fangelsis­dóma

Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið.

Assad-liðar mættir á átakasvæði

Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands.

Lög og réttlæti lýsir yfir sigri

Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins.

Brexit-viðræður ganga hægt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin.

Kúrdar ná sam­komu­lagi við Assad

Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands.

Stuðnings­menn ISIS flýja fanga­búðir í Sýr­landi

Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda.

Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju

Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands.

Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar

Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador.

Þrír látnir í Kalíforníu

Eldar hafa undanfarið logað í sunnanverðri Kalíforníu, við stórborgina Los Angeles. Yfir 30 byggingar eru skemmdar og þrír eru látnir.

„Warren er kapítalisti, ég er það ekki"

Bandaríski öldungadeildaþingmaðurinn frá Vermont, Bernie Sanders, sem er á meðal þeirra sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á næsta ári, gagnrýndi mótherja sinn, þingkonuna Elizabeth Warren.

Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi

Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona.

Hinn handtekni reyndist ekki vera morðinginn

Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður.

Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald

Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn

Belgísk prinsessa handtekin á loftslagsmótmælum í London

Lafði Moncada, Prinsessan María-Esmeralda, yngsta dóttir Leópolds III belgíukonungs, systir Alberts II. konungs og föðursystir núverandi konungs Belgíu, Filippusar var handtekin á loftslagsmótmælunum sem staðið hafa yfir í London.

Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu

Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.