Fleiri fréttir

Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla

Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa.

Stjórnlagaráð aflýsir forsetakosningum í Alsír

Stjórnlagaráð Alsír hefur hafnað báðum frambjóðendum sem gáfu kost á sér í forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu 4. Júlí næstkomandi. Kosningum hefur í kjölfarið verið aflýst.

Gekk fram á krókódíl sem sat að sumbli

77 ára gömul kona í Flórída-ríki í Bandaríkjunum vaknaði upp við vondan draum aðfaranótt föstudags. Konan, Mary Wischhusen, vaknaði við mikinn hávaða klukkan 3:30 á heimili hennar í bænum Clearwater í Flórída.

Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.

Sprengja fannst undir bíl lögreglumanns í Belfast

Lögreglan í höfuðborg Norður-Írlands, Belfast, hefur staðfest að grunsamlegur hlutur sem fannst undir bíl lögregluþjóns þar í borg sé sprengja ætluð til þess að ráða lögregluþjóninn af dögum.

Rauða blokkin er með góða forystu

Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta.

Gefast ekki upp á baráttu fyrir Tíbet

Enn er barist fyrir frelsi Tíbet þótt dregið hafi verulega úr sýnileika frelsishreyfingarinnar. Verkefnastjóri hjá Free Tibet ræðir við Fréttablaðið og segir aukinn mátt Kínverja hafa þaggað niður í frelsissinnum.

Sjá næstu 50 fréttir